fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Björn Ingi gengur til liðs við Sigmund Davíð

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 28. september 2017 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Björn Ingi Hrafnsson.

Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi útgefandi og borgarfulltrúi hefur gengið til liðs við nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Segir Björn Ingi í færslu á Fésbók að hann hafi fengið mikil og góð viðbrögð við nýlegri Fésbókarfærslu þar sem hann hafi sagt að staðan í stjórnmálunum kalli á nýtt borgaralega sinnað framboð á miðju stjórnmálanna:

Nú hefur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagt sig úr Framsóknarflokknum og boðað nýja stjórnmálahreyfingu. Í því felast vatnaskil að mínu mati. Ég fagna því mjög að við Íslendingar fáum aftur tækifæri til að kynnast framtíðarsýn hans sem stjórnmálaforingja, enda geta flestir verið sammála um þann mikla árangur sem náðist fyrir land og þjóð undir hans forystu á sínum tíma.

Björn Ingi var búinn að festa kaup á léninu samvinnuflokkurinn.is en svo kom það á daginn að Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, bróðir Sigmundar Davíðs,  hefði fest kaup á léninu midflokkurinn.is. Heimildir Eyjunnar innan raða Sigmundar Davíðs herma að samningaviðræður hafi átt sér stað á síðustu dögum um samstarf þar á milli. Björn Ingi segir að samvinnufólk gangi með glöðu geði til liðs við Sigmund Davíð og hvetur hann fólk til að „vera með á miðjunni“ sem bendir til að Miðflokkurinn eða Miðjuflokkurinn gæti orðið endanlegt nafn á framboði Sigmundar Davíðs:

Fremur en að dreifa kröftum framfarasinnaðs fólks tel ég mikilvægt að sameina það með samvinnu að leiðarljósi. Samvinnufólk ætlar því glaðbeitt að ganga til liðs við nýja miðjuhreyfingu Sigmundar Davíðs — því það er verk að vinna og skammur tími til stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar