Willum Þór Þórsson þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu og fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða flokkinn í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Eygló Harðardóttir oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi gefur ekki kost á sér. Willum segir í tilkynningu í dag að hann líti svo á að mikil þörf sé fyrir Framsóknarflokkinn:
Við núverandi aðstæður í íslenskum stjórnmálum lít ég svo á að mikil þörf sé fyrir Framsóknarflokkinn. Grundvallarstefna flokksins er mikilvæg í því verkefni að koma hér á trausti og stöðugleika.