fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Vilja að Brynjar og Guðlaugur verði oddvitar Sjálfstæðisflokksins

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson og Guðlaugur Þór Þórðarson verða oddvitar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir komandi kosningar. Það er vilji uppstillingarnefndar Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Þetta hefur Eyjan eftir áreiðanlegum heimildum.

Sjö manns sitja í kjörnefnd og verður tillaga nefndarinnar borin upp til samþykktar næstkomandi laugardag. Framboðsfrestur rennur út á fimmtudag.

Gísli Kr. Björnsson formaður Varðar sagði í samtali við RÚV:

„Þetta eru stystu kosningar og stysta kosningabarátta í sögu lýðveldisins, að þá held ég að það sé nauðsynlegt að horfa til sömu lista og fengu lýðræðislegt umboð í fyrra í prófkjöri sjálfstæðismanna. Að auðvitað því undanskildu sem er auðvitað okkar sorg, sem er fráfall leiðtogans í Reykjavík suður, Ólafar Nordal, en þar myndi þá fólk færast upp.“

Samkvæmt heimildum Eyjunnar er það vilji kjörnefndar að Guðlaugur Þór haldi sæti sínu í Reykjavík norður en Brynjar Níelsson muni í stað Ólafar Nordal skipa efsta sæti í Reykjavík suður en hann skipaði annað sætið á eftir henni á listanum fyrir ári síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík