fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Árni Rúnar: Það er dýrt að vera veikur á Íslandi

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 19:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Rúnar Örvarsson, knattspyrnumaður.

Árni Rúnar Örvarsson skrifar:

Það er dýrt að vera veikur á Íslandi, miklu dýrara en ég hafði nokkurn tíma gert mér grein fyrir, þar til ég veiktist sjálfur.

Fyrir stuttu síðan greindist ég með brjósklos neðarlega í baki eftir að íþróttaslys. Á þessum rúma mánuði sem liðinn er síðan ég slasaðist hef ég lítið sem ekkert getað unnið vegna verkja og skertrar hreyfigetu. Ég hef fengið átta tegundir af sterkum verkjalyfjum og fimm af þeim tek ég að staðaldri og hef gert sl. mánuð. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að á meðan á þessum veikindum stendur eru lyf nauðsynleg. Fyrir þessi lyf hef ég greitt meira en 24 þúsund krónur, á rétt rúmlega mánuði. Einnig þurft að greiða yfir 21 þúsund krónur fyrir komu til lækna ásamt vottorðum fyrir t.d. vinnuveitanda, sjúkraþjálfara og hinar ýmsu stofnanir. Þá bætast við 25 þúsund krónur fyrir segulómun og 17 þúsund krónur fyrir sjúkraþjálfun, sem er mjög vel sloppið. Samtals eru þetta orðnar 87 þúsund krónur í læknistengdan kostnað á rétt rúmum mánuði. Þá á eftir að taka með í reikninginn vinnutapið. Því er ljóst að ekki geta allir sem veikjast skyndilega, reitt fram tugi þúsunda úr eigin vasa. Ég hef unnið mikið síðan ég var táningur og borgað háa skatta af þeim launum sem ég hef unnið heiðarlega fyrir. En til hvers?

Ég veit að einhverja aura fæ ég til baka frá Sjúkratryggingum Íslands. En hvenær? Sjúkratryggingar Íslands hafa engin svör. Einnig á ég á rétt á sjúkradagpeningum sem eru 1.668 krónur á dag. Stéttarfélagið mitt mun koma til móts við mig og greiða mér einnig einhverja sjúkradagpeninga til viðbótar.

Ég hef persónulega reynslu af bæði danska og norska heilbrigðiskerfinu eftir að hafa búið í Færeyjum og Noregi og veit því að það er til eitthvað betra, svo miklu betra. Ég handleggsbrotnaði í Noregi og fékk heilahristing í Færeyjum. Í bæði skiptin urðu meiðslin vegna íþróttaiðkunar og aldrei þurfti ég að taka upp veskið þegar ég þurfti á læknisþjónustu að halda. Í báðum löndum eru tekjuskattar mjög svipaðir og hérlendis.

Nú velta því eflaust einhverjir fyrir sér hvaða kvart og kvein þetta sé. Við Íslendingar höfum oft mjög sterkar skoðanir sem við látum oftast ekki í ljós nema á kaffistofum, í heimahúsum eða við okkar nánustu. Við þurfum að taka höndum saman og láta í okkur heyra á opinberum vettvangi og mótmæla ástandinu í heilbrigðismálum á Íslandi.

Fyrr á árinu setti ung kona myndband á Facebook vegna himinhárra reikninga sem langveikur eiginmaður hennar þurfti að greiða vegna veikinda sinna. Í því myndbandi lýsti hún af mikilli einlægni þeim erfiðu aðstæðum sem þau hjónin voru komin í. Reikningar þeirra vegna heilbrigðisþjónustu voru orðnir óteljandi og fjárhagurinn kominn í rúst. Frásögn þessarar ungu konu snerti marga djúpt. Hafði fólk ekki almennt gert sér grein fyrir þeim gríðarlega kostnaði sem fylgir alvarlegum veikindum. Það er ekki sæmandi þegar einhver veikist alvarlega að sá hinn sami þurfi að glíma við fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.

Nú styttist í kosningar og mér finnst að það þyrfti að taka heilbrigðismálin föstum tökum. Finna þarf leiðir til þess að fólk sem veikist þurfi ekki að hafa áhyggjur af þeim gríðarlega kostnaði sem svo oft fylgir veikindum og geti einbeitt sér að því að ná bata. Ég tel mig hafa greitt fyrir þá þjónustu í formi skatta.
Ég mæli með því að þú, lesandi góður, spyrjir þig einnar einfaldrar spurningar:

Hef ég efni á því að veikjast á Íslandi?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík