fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Guðfinna dregur framboð sitt til baka

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi. Mynd/DV

Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og Flugvallarvina hefur dregið til baka framboð sitt í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Segir hún í færslu á Fésbók að þegar hún hafi boðið sig fram þá hafi hún viljað trúa því að flokkurinn myndi standa sem einn maður, það hafi ekki verið raunin:

Þegar ég ákvað að gefa kost á mér í 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður fyrir næstu kosningar vildi ég trúa því að flokkurinn myndi standa saman sem einn maður og ganga samheldinn til kosninga. Því miður er það ekki raunin. Ég hef því ákveðið að draga framboð mitt til baka,

segir Guðfinna í færslu sinni. Guðfinna hefur stutt Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum og ætlar að stofna nýtt framboð. Guðfinna hefur ekki lýst yfir stuðningi við framboð Sigmundar og hefur hún ekki svarað fyrirspurnum Eyjunnar um hvort hún hyggist bjóða sig fram með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“