fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Vilhjálmur er ekki á leiðinni í framboð: „Það hefur verið lagt mjög hart að mér“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. september 2017 13:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

„Ég get upplýst það að það hefur verið lagt mjög hart að mér í að fara í framboð, það er engum blöðum um það að fletta,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í samtali við Eyjuna. Nafn Vilhjálms hefur ítrekað verið bendlað við framboðs til Alþingis fyrir hins og þessa flokkana, nú síðast við Flokk Fólksins, Samvinnuflokkinn og ónefnt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hló Vilhjámur hátt þegar blaðamaður Eyjunnar sagði honum að hann væri grunaður um framboð:

Það er alltaf þannig. Eiginlega búið að vera frá 2009.

Vilhjálmur segir að hann ætli ekki í framboð:

Ég er í frábæru starfi. Með frábært félag. Með frábæra félagsmenn. Og við erum að gera góða hluti. En við munum að sjálfsögðu gera það sama og við höfum alltaf gert, styðja öll góð málefni sem lúta að hagsmunum heimilanna og íslenskrar alþýðu. Það er reyndar orðið tímabært í mínum huga að það fari að koma einstaklingar og flokkar inn á Alþingi sem fara að tala röddu íslensks verkafólks. Slíku hefur ekki verið til að dreifa að mínu mati í alllanga tíð.

Vilhjálmur vildi ekki tjá sig um hverjir væru búnir biðla til hans um að fara í framboð en Vilhjálmur sagði þó að Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins, hefði fengið sig  og Ragnar Þór Ingólfsson formann VR til að tala á fundi sem flokkurinn ætlar að halda fljótlega. Vilhjálmur þvertekur þó fyrir að styðja einn flokk umfram annan, það sé hlutverk forystumanna að tala þar sem óskað er eftir og fyrir fyrri kosningar hafi hann til dæmis talað fyrir Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn, Vinstri græna og svo á þingi Flokks Fólksins í sumar:

Þegar stjórnmálaflokkar biðja mann um að koma og tala um málefni sem brenna á íslensku launafólki þá hefur maður að sjálfsögðu talað, til að koma áherslum launafólks á framfæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við