fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Formaður ungra Framsóknarmanna í Reykjavík segir sig úr flokknum

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 25. september 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Stefán Rögnvaldsson hefur sagt af sér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Afsögn Ragnars kemur í kjölfarið á afsögn formanna tveggja Framsóknarfélaga, í Reykjavík og á Þingeyri.

Sjá einnig: Formenn Framsóknarfélaga yfirgefa flokkinn

Ragnar Stefán segir í yfirlýsingu til fjölmiðla að hann hafi viljað sjá breytingar þegar hann gekk í flokkinn árið 2009 á sama tíma og gömlu valdaklíkurnar hafi tapað yfirráðum sínum:

Á meðan grasrótin vann gríðarlega gott starf í innra starfi flokksins vöknuðu gömlu valdhafarnir við vondan draum og sáu sér til skelfingar að þeir höfðu misst tökin á flokknum. Voru því bakherbergin til sjávar og sveita fyllt af reyk og í flýti hafist handa við að endurheimta Framsóknarflokkinn til gömlu valdamannanna og flokksgæðinga,

segir Ragnar. Hann segir að það sé að takast með því stilla frambjóðendum upp á móti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Gunnari Braga Sveinssyni:

Af þessu leiðir að starfi mínu í flokknum er sjálfhætt, ég segi því af mér sem formaður Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík og læt einnig af öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík