Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar:
Nú stöndum við frammi fyrir því, örfáum dögum eftir þingsetningu að stjórnin er sprungin og nýjar kosningar til Alþingis eftir örfáar vikur. Sú sem þetta ritar bjóst ekki við að ríkisstjórnin yrði langlíf. En það að komast ekki í gegnum fyrstu umræðu á sameiginlegum fjárlögum er örugglega heimsmet. Staða Framsóknarflokksins hefur styrkst síðustu mánuði en árið 2016 var verulega erfitt. Framsóknarflokkurinn var skilinn útundan í stjórnarmyndunarviðræðum og lítil eftirspurn var eftir samstarfi. Nú hefur staða flokksins snúst við.
Samvinna og stöðugleiki
Við vitum auðvitað ekki hvernig næstu kosningar fara en ég tel að Framsóknarflokkurin gæti orðið í lykilstöðu við myndun næstu ríkisstjórnar. Flokkurinn er orðinn aldargamall og byggir á sterkum innviðum. Ég held að það sé eftirsóknarvert nú í ljósi þess umróts sem verið hefur að undanförnu í íslenskum stjórnmálum. Fólk vill stöðugleika og traust fólk við stjórnvölinn. Það er ekki hægt að bjóða þjóðinni upp á að þurfa að ganga til kosninga árlega.
Áherslumál okkar Framsóknarmanna verða fyrst og fremst heilbrigðismálin, málefni eldri borgara, menntamál og síðast en ekki síst byggðamál og samgöngur.
Vitlaust gefið
Hvað mig sjálfa varðar þá hyggst ég gefa aftur kost á mér og mun leggja mig alla fram um að vekja athygli á og reyna þar með að leiðrétta þá misskiptingu sem Suðurnesjafólk á að gjalda frá ríkisvaldinu. Það er auðvitað ekki í lagi að samfélag sem telur á þriðja tug þúsund íbúa, glímir við íbúafjölgun sem er fordæmalaus og er með alþjóðlega flugstöð á síðu svæði sem er einnig í örum vexti, fái enn aðeins lítinn hlut af kökunni. Íbúum á Suðurnesjum hefur fjölgað um tæp 20% á sl. þremur árum. Óréttlætið er æpandi þegar litið er til þess að heilbrigðisstofnunin okkar, HSS, fær næst lægst framlög frá ríkinu af öllum heilbrigðisstofunum landsins. Minnst framlög fær heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þar eru um 8 þúsund íbúar og fólksfækkun um árabil. Það er vitlaust gefið og því þarf að breyta.
Sjö mál
Ég ætla að leggja fram að nýju fjögur frumvörp og þrjár þingsályktunartillögur. Að auki er ég að vinna að nýrri þingsályktunartillögu er lítur að sjúkraflutningum. Ég mun leggja áherslu á breytingar á fæðingarorlofi sem mitt fyrsta mál.
Frumvörpin:
Og þingsályktunartillögur: