Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er oddviti flokksins í kjördæminu, hann ætlar í framboð, en það liggur ekki fyrir hvort hann muni áfram sækjast eftir því að leiða listann í komandi kosningum.
Þórunn segir í færslu á Fésbók að kosningarnar 28. október næstkomandi muni snúast um trúverðugleika og traust í stjórnmálum:
Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að leiða B-lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi. Ég er reiðubúin að vinna með öllu Framsóknarfólki til að ná aftur sterkri stöðu flokksins í kjördæminu,
segir Þórunn og bætir við:
Meira en einn af hverjum þremur landsmönnum vill sjá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Nýtum þann byr og að því vil ég vinna landi og þjóð til heilla.