fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Teigsskógur – 2% af birkikjarri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 22. september 2017 16:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teigsskógur er við vestanverðan Þorskafjörð. Í skýrslu vegagerðarinnar frá febrúar 2017 um mat á umhverfisáhrifum af lagningu nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness kemur fram í umsögn Skógræktar ríkisins að skógurinn nái frá Þórisstöðum um Gröf og langleiðina að gömlum túngarði við bæinn Hallsteinsstaði yst á skaganum, sem gengur fram milli Þorskafjarðar og Djúpafjarðar. Orðið skógur er notað bæði um kjarr og tré sem eru hærri en 2 metrar. Skógræktin telur skóginn vera um 667 hektarar að stærð. Í frummatsskýrslu frá 2005 er flatarmál hans talið vera um 400 ha og hefur flatarmál hans því aukist um 267 ha. Þessi mikla flatarmálsaukning skóga í vestanverðum Þorskafirði orsakast að einhverju leyti af nýjum skilgreiningum á skógi ásamt betri mælitækni.

Birkiskógakönnunin gefur þó ótvírætt til kynna að birkiskógar á sunnanverðum Vestfjörðum hafi verið að breiðast út á síðustu árum. Þessar mælingar staðfesta að Teigsskógur skipar sess með stærstu skóg- og kjarrlendum landshlutans, segir í umsögn Skógræktar ríkisins. Sérstaða Teigsskógar felst í því hann er einn stærsti samfelldi skógurinn á Vestfjörðum og sá stærsti í A-Barðastrandarsýslu segir í matsskýrslunni.

Heildarflatarmál birkis á Vestfjörðum er talið vera 30.900 hektarar ( 309 km²). Það er um það bil 1/5 af öllum birkigróðri á landinu.  Í Reykhólahreppi eru um 9.164 ha og í Vesturbyggð 8.690 ha.

Vegagerðin liggur um Teigsskóg  á 9 km kafla. Teigsskógur hefur vistfræðilegt gildi, segir í matáætluninni og telur Vegagerðin að   nýi vegurinn geti dregið úr vistfræðilegu mikilvægi skógarins. Framkvæmdin veldur 18,9 hektara tímabundinni skerðingu á Teigsskógi en eftir mótvægisaðgerður er talið að varanleg skerðing  Teigsskógar verði  7,8 ha.  Skerðingin nemur 1,1% af Teigsskógi. Sé litið á allan birkigróður í Reykhólahreppi er skerðingin 0,09%. Samkvæmt skóglendissjá Skógræktarinnar eru fjölmargir birkiflákar á Vestfjörðum og bara í Þorskafirði einum eru um 2000 hektarar ( 20 km²) af birkikjarri og -skógi í allmörgum flákum.

Árið 2013 var náttúruverndarlögum breytt og sett inn ákvæði um sérstaka vernd  ákveðinna vistkerfa, þar með talinna birkiskóga. Það eru þessi nýju ákvæði sem eru nú að valda töfum á vegagerð um Teigsskóg samkvæmt því blaðið Vestfirðir kemst næst.

Birtist fyrst í Vestfjörðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér