fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Ragnar Þór svarar Halldóri: „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Samsett mynd/DV

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það mikla einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið.

Líkt og greint var frá í gær sagði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að tillaga VR um að endurskoða upphæð persónuafsláttar til að miða við þróun launa frá árinu 1990 sé óraunhæf og myndi kosta ríkissjóð 130 milljarða á ári, þar að auki myndi 74% af þeim tekjum sem ríkið yrði af renna til þeirra efnameiri.

Sjá einnig: Framkvæmdastjóri SA segir tillögu VR óraunhæfa

Margir tóku illa í orð Halldórs, þar á meðal Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, sem sagði í athugasemd við frétt Eyjunnar:

Þetta er furðuleg reikniæfing sem enginn ætti að taka alvarlega.

„Mikil einföldun“

Ragnar Þór svarar Halldóri í grein sem hann skrifar á vef VR, segir Ragnar að lægstu laun á Íslandi séu skammarlega lág:

Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag. Og þetta er ástæða þess að stjórn VR krefst þess í komandi kjaraviðræðum að persónuafsláttur verði hækkaður í takt við launaþróun frá árinu 1990.

Varðandi persónuafsláttinn segir Ragnar hann vera jöfnunartæki, krónutala sem þýði að sá sem sé með lægstu launin haldi eftir hlutfallslega meiru af sínum tekjum að teknu tilliti til skatta en sá sem hefur hærri laun, jöfnunaráhrifin minnki því þegar persónuafslátturinn haldi ekki í við launaþróun. Því leggur VR til í komandi kjarasamningum að hækka eigi persónuafsláttinn:

Slík hækkun hefur óhjákvæmilega í för með sér tekjumissi fyrir ríkissjóð, það er rétt. Til að koma til móts við það má til að mynda hliðra til í skattkerfinu, með fjölda þrepa í kerfinu, breyta skattprósentum eða þrepaskipta persónuafslætti – eða jafnvel öllu þessu. Svo má ekki gleyma því að aukning í ráðstöfunartekjum leiðir til aukinnar einkaneyslu, sem leiðir til meiri veltu og fjölgunar starfa. Hvort sem ráðstöfunartekjur launafólks hækka vegna hærri launa eða lægri skatta, hvorutveggja skilar sér að stórum hluta út í samfélagið á nýjan leik. Aukin neysla skilar svo ríkissjóði hærri virðisaukaskattstekjum,

segir Ragnar og bætir við:

Það er mikil einföldun að halda því fram að hækkun á ráðstöfunartekjum launafólks í formi hærri persónuafsláttar sé eingöngu tekjumissir fyrir ríkið. Svo er alls ekki.

Hagvöxtur á Íslandi hafi verið mikill undanfarin ár og þó svo að margir launamenn hafi notið góðs af því þá séu enn margir sem nái ekki endum saman:

Laun verða að duga okkur til framfærslu. Hluti af lausninni liggur hjá atvinnurekendum, það hefur árað vel hjá velflestum greinum atvinnulífsins undanfarið. Hluti af lausninni kann að liggja í breytingum á skattkerfinu sem ekki er að skila hlutverki sínu nægjanlega vel. En hvar sem lausnin liggur verðum við að skoða alla möguleika í stöðunni, þar með talið að hækka persónuafsláttinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“