Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hafnar því alfarið að þöggun og leyndarhyggja hafi ríkt um mál tengd uppreist æru. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem er nýlokið var gengið hart að ráðherra, spurði Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar hver bæri ábyrgð á því að þagga niður og koma í veg fyrir að nöfn þeirra sem veittu þeim sem fengu uppreist æru umsögn.
Þau gögn yrðu þá gerð opinber ef gera ætti gögn í þessum málum opinber samkvæmt úrskurði úrskurðarnefndar. Þannig að ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér og ráðuneytinu um að það hafi verið einhver þöggun og leyndarhygga í kringum þetta mál,
sagði Sigríður. Sagði hún að í spurningunni fælust ósannindi og það væru ómaklegt að saka sérfræðinga í dómsmálaráðuneytinu um þöggun. Þeir hefðu haft það að markmiði að fara vel með trúnaðarupplýsingar, það hafi svo komið í ljós eftir útskurð Úrskurðarnefndar um upplýsingamál að það hafi átt að ríkja trúnaður um hluta upplýsinganna:
Þá lá fyrir að það yrði úrskurðað um þetta. Ég hef bent á það að það verður ekki aftur tekið þegar menn birta upplýsingar sem leynt eiga að fara en ef það er skortur á upplýsingum þá er alltaf hægt að bæta úr því.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata bað Sigríði um að útskýra hvers vegna hún hafi sagt að ráðuneytið hafi leitað til úrskurðarnefndarinnar þegar það var í raun fréttastofa RÚV, Sigríður sakaði Þórhildi um útúrsnúning:
Ég hef aldrei haldið því fram að ég eða ráðuneytið hafi ákveðið að leita til úrskurðarnefndarinnar.
Brynjar: Einstakir stjórnmálamenn og flokkar þrífast á að skapa upplausn
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var settur af sem formaður nefndarinnar í upphafi fundar, Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar tók við. Brynjar ræðir fundinn í færslu á Fésbók:
Til eru stjórnmálaflokkar og einstakir stjórnmálamenn sem hafa enga stefnu eða skoðun og þrífast á því að sá tortryggni og skapa upplausn. Eru einhvern vegin bara á sveimi og æla út sér frösum eins og aukið lýðræði, gagnsæi, spilling, friðhelgi einkalífs og mannréttindi, sem eiga svo ekki við nema stundum,
segir Brynjar, hann bætti við:
Held að það væri gott fyrir allan almenning að hlusta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með dómsmálaraðherra, sem nú er að ljúka. Þar sést mjög greinilega við hverja ég á við.