fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

Þingmaður Pírata vissi af umsögn Benedikts: ,,Ég vissi það bara fyrir löngu síðan“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. september 2017 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hún hafi vitað það fyrir löngu síðan að Benedikt Sveinsson, kaupsýslumaður og faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hafi veitt Hjalta Sigurjóni Haukssyni umsögn við umsókn Hjalta um uppreist æru. Birgitta sagði í þættinum Helgarútgáfan á Rás 2 í gærkvöldi að blaðamaður hefði sagt sér að nafn Benedikts væri að finna í gögnum Hjalta.

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar, sem var einnig viðmælandi í Helgarútgáfunni, sagði að það að ákvörðunin um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hafi ekki aðeins verið vegna trúnaðarbrests heldur einnig það að mál ríkisstjórnarinnar hafi verið óvinsæl hjá baklandi flokksins.

Sjá einnig: Vísar því til föðurhúsanna að Björt framtíð hafi setið á sér frá því á mánudag

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Líkt og fram hefur komið vissi Óttarr á mánudeginum að nafn Benedikts hafi verið að finna í gögnum tengdum uppreist æru, en Björt framtíð hefur hafnað því að hafa setið á sér með að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þangað til málið komst í fjölmiðla á fimmtudeginum þar sem Óttarr hafi ekki vitað hvaða máli Benedikt tengdist né að Bjarni hafi vitað af því frá því í júlí.

Birgitta segir að nafni Benedikts hafi verið lekið þar sem fullt af fólki hafi vitað af því að hann hefði veitt dæmdum barnaníðing umsögn áður en greint var frá því í fjölmiðlum:

Það er langt síðan að mér var sagt af blaðamanni, hver hefði kvittað upp á hjá Hjalta, ég bara hreinlega trúði því ekki,

sagði Birgitta:

Ég vissi það bara fyrir löngu síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?