fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Smári svarar fyrir Jimmy Savile ummælin: „Ófullkomin samlíking“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 18. september 2017 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy þingmaður Pírata. Mynd/Sigtryggur Ari

Smári McCarthy þingmaður Pírata segir að ummæli sín um breska sjónvarpsmanninn og kynferðisbrotamanninn Jimmy Savile og stjórnarslitin hafi verið vísvitandi rangtúlkuð til að láta það hljóma eins og Smári hafi verið að líkja Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra við barnaníðinginn alræmda. Segir Smári að þetta hafi ófullkomin samlíking. Líkt og Eyjan greindi frá um helgina þá olli tíst Smára mikilli reiði meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og fleiri, hafa bæði Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor lýst yfir vanþóknun sinni á tísti Smára.

Sjá einnig: Erlendir fjölmiðlar slá falli stjórnarinnar upp sem máli tengdu hneyksli vegna barnaníðs

Sjá einnig: Spjótin standa á Smára McCarthy: „Níðingur“ sem eigi ekkert erindi á Alþingi

Smári segir í færslu á Fésbók í dag að heiðarleiki og sanngirni sé hans hjartans mál:

Nú er ansi ógeðfeld orðræða komin í gang, þar sem tíst mitt frá því á fimmtudaginn sl. er mjög vísvitandi rangtúlkað á þann hátt að ég sé að væna Bjarna Benediktsson um einhvern viðbjóð. Slíkt myndi ég aldrei gera. Ef það hefði verið meiningin mín þá hefði ég bara sagt það. Þeir sem þekkja mig vita að ég tala ekki undir rós um svona lagað,

segir Smári. Hann hafi verið að lýsa ástandi sem kom honum fyrir sjónir, hugrenningartengsl um yfirhylmingu háttsettra aðila í samfélaginu við mjög ógeðfellt mál:

Því meira sem kemur í ljós um atburðarásina, því betri verður samlíkingin. En vissulega var þetta ófullkomin samlíking, eins og allar samlíkingar eru, og ég skal viðurkenna að þetta var stuðandi. Hins vegar kemur það úr ansi harðri átt að valinkunnir menn séu farnir að klína álitshnekki Íslands á erlendri grundu á mig. Þeir mega eiga þennan skít sem gerðu hann.

Stjórnin er hrunin, og slíkt fréttist út um allan heim, sama hvort ég tali um þetta eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi

Segir þetta vera leiðina til að lækka vexti á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík