fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Samfylkingin leggur fram frumvarp um veita stúlkunum ríkisborgararétt

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 10. september 2017 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, það kemur ekki til greina að endurskoða mál sem dúkka hérna tilviljanakennt upp í umræðunni. Það kemur ekki til greina af minni hálfu sem ráðherra að taka fram fyrir hendurnar á sjálfstæðri stjórnsýslustofnun eins og kærunefnd í málum sem hafa fengið tvöfalda málsmeðferð hér á landi,”.

Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra í gær í fréttum RÚV. Vöktu ummæli hennar mikla athygli og hafa víða verið gagnrýnd. Hún mun ekki endurskoða ákvörðun Útlendingastofnunar um að senda tvær ungar stúlkur og fjölskyldur þeirra úr landi á grundvelli Dyflinarreglunnar. Mary, 8 ára frá Nígeríu, og Haniye Maleki, 11 ára og ríkisfangslaus, munu því bætast í hóp þeirra 36 barna sem hafa verið vísað úr landi á þessu ári.

Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar greinir frá því á Facebook-síðu sinni að flokkur hans ætli á morgun að leggja fram frumvarp um að veita Haniye og Mary, ásamt fjölskyldum þeirra, íslenskan ríkisborgararétt. Logi segir:

„Við höfum óskað eftir meðflutningi allra þingmanna og nokkrir hafa þegar svarað játandi.“

Í greinargerð með frumvarpinu segir:
„Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var undirritaður fyrir Íslands hönd 26. janúar 1990. Alþingi heimilaði ríkisstjórn að fullgilda hann 13. maí 1992. Hann var svo lögfestur hér á landi 6. mars 2013 með samhljóða atkvæðum. Markmiðið með lögfestingu var að styrkja stöðu mannréttinda barna. Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga kom fram að samningurinn skyldi ekki aðeins vera viljayfirlýsing heldur vera mikilvægt og öflugt hjálpartæki fyrir börn. Með lögfestingunni skyldi börnum veitt aukin vernd og réttaröryggi þeirra aukið. Barn gæti þar með borið ákvæði samningsins fyrir sig sem ótvíræða réttarreglu fyrir dómi eða stjórnvöldum.

Í 1. gr. barnasáttmálans segir:

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafastofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“

Í 1. mgr. 22. gr. segir: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgt foreldra eða annarra, eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau sem um ræðir eiga aðild að.“

Haniey, sem er 11 ára ríkisfangslaus stúlka, ættuð frá Afghanistan og Mary, 8 ára stúlka ættuð frá Nígeríu hafa, ásamt foreldrum sínum, leitað alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Því var hafnað og ekki heldur samþykkt að veita þeim dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þær eiga báðar um sárt að binda og hafa aldrei á sinni stuttu ævi átt öruggt skjól fyrr en síðustu mánuði hér á Íslandi. Foreldrar beggja eru einnig í bágri stöðu. Því er ólíklegt að þeirra bíði viðunandi lífskjör verði þær sendar héðan.

Með löggildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins kom fram skýr vilji löggjafans til að auka vægi hans við ákvarðanatöku um málefni barna, þar með talinna barna á flótta. Þau eiga sín eigin mannréttindin og þarf að horfa sérstaklega á stöðu þeirra við ákvarðanatöku, en ekki aðeins afgreiða foreldrana og láta börnin fylgja þeirri niðurstöðu sjálfkrafa.

Umboðsmaður barna hefur lýst áhyggjum af því að staða barna sem leita hér alþjóðlegrar verndar sé veik. Hún áréttar að skoða beri mál þeirra með sjálfstæðum hætti og m.a. skuli hlustað á börnin sem skuli gefið færi á að tjá skoðun sína.

Frumvarp þetta lýtur að tveimur börnum og foreldrum þeirra, en inntakið er ekki síður ætlað til að senda stjórnvöldum skýr skilaboð um að löggjafinn ætlist til þess að réttindi barna séu virt í hvívetna við töku stjórnvaldsákvarðana þar sem hagsmunir þeirra eru í húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar