fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Kaupfélag Skagfirðinga eykur hlut sinn í Árvakri

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/DV

Félagið Íslenskar sjávarafurðir, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, hefur fest kaup á rúmlega 5% hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Á félagið nú rúmlega 14,15% hlut í félaginu Þórsmörk, sem á Árvakur, en átti áður rúmlega 9% hlut. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Hlutur félagsins Ramses II, sem er í eigu Eyþórs Arnalds, hefur minnkað um tæplega 4 prósentustig og er nú  um 23%.

Hlutafé Árvakurs var aukið af núverandi eigendum um 200 milljónir í sumar og var það Kaupfélag Skagfirðinga sem lagði til hvað mest fjármagn, að því kemur fram í Fréttablaðinu. Ramses II er sem fyrr stærsti eigandi Þórsmerkur, félagið Hlynur A sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur á 16,5% hlut og Ísfélag Vestmannaeyja 12,4% hlut. Árvakur tapaði rúmlega 50 milljónum króna í fyrra, sem er öllu minna en árið áður þegar félagið tapaði 164 milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið