fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Fyrsti fundur þjóðaröryggisráðs í dag – „Ég bind miklar vonir við störf þess“ segir forsætisráðherra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 22. maí 2017 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Í fréttatilkynningu frá Forsætisráðuneytinu kemur fram að þjóðaröryggisráð hafi fundað í dag í fyrsta skipti. Þetta er í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi í september á síðasta ári og tóku gildi í sama mánuði. Verkefni ráðsins er að framfylgja þjóðaröryggistefnu Íslands eins og hún liggur fyrir á hverjum tíma, standa fyrir reglulegri endurskoðun á þeirri stefnu og „að stefnan sé endurskoðuð reglulega og að viðeigandi samráð stjórnsýsluaðila innbyrðis og við Alþingi eigi sér farveg og fari reglulega fram“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Stofnun ráðsins er liður í þeirri viðleitni stjórnvalda að styrkja samhæfingu og komi sú staða upp að þjóðaröryggi sé ógnað, að sjá til þess að viðbrögð þeirra viðbragðsaðila sem hlut eiga að máli séu samhæfð.

Verkefni þjóðaröryggisráðs eru viðamikil og ég bind miklar vonir við störf þess. Við sjáum hér tækifæri til þess að skerpa boðleiðir, skilgreina verkaskiptingu enn betur og gera samstarfið enn skilvirkara. Þá blasir við að samvinna þjóðaröryggisráðs og almannavarna- og öryggismálaráðs er afskaplega mikilvæg, þar sem störf þeirar skarast í mörgum tilvikum,

segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra en hann er jafn framt formaður ráðsins og stýrir fundum þess.

Í þjóðaröryggisráði sitja 11 fulltrúar. Auk forsætisráðherra eru það utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra og ráðuneytisstjórar ráðuneytanna þriggja, tveir þingmenn, annar úr flokki í meirihluta og annar úr flokki í minnihluta, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóri og fulltrúi Landsbjargar.

Ráðið mun funda ekki sjaldnar en ársfjórðungslega og uppfæra Alþingi um framkvæmd þjóðaröryggistefnunnar árlega. Auk þess veitir það utanríkismálanefnd þingsins upplýsingar um hver þau mál sem líkleg eru til að hafa áhrif á þjóðaröryggisstefnuna og framkvæmd hennar. Þá skal ráðið stuðla að endurskoðun þjóðaröryggisstefnunnar eigi sjaldnar en á 5 ára fresti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn