fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Segir þjóðernissinna koma í veg fyrir gagnrýni á íslam

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein á vefsíðu Vantrúar fjallar Sindri Guðjónsson, lögfræðingur og þýðandi um íslamstrú og það sem hann telur standa í veg fyrir því að málefnaleg gagnrýni sé sett fram á þau trúarbrögð, sem hann telur „sennilega þau skaðlegustu á hnettinum“. Það er þó ekki hin margnefnda rétttrúnaðarlögregla eða vinstrimenn sem standa í vegi fyrir því. Það er að mati Sindra vegna þess að „að þorri þeirrar gagnrýni sem höfð er uppi gegn íslam er í senn brjálæðisleg, veruleikafirrt og öfgafull.“

Sindri segir að ef hann gagnrýndi íslam myndi það vera túlkað sem stuðningur við hópa á borð Íslensku þjóðfylkinguna og vill ekki að slíkt gagnrýni yrði notuð til rökstuðnings öfgamálflutnings sem einkennis af hatri og rangfærslum.

Þó að margt sé að mati Sindra gagnrýnisvert við íslam þýði það ekki að hann sé sammála þeim sem banna vilji byggingar moska og hindra komu flóttafólks til Íslands.

Það sé þó of langt gengið hjá sumum á vinstri væng stjórnmálanna að túlka það svo að öll gagnrýni á íslam, sama hvers eðlis hún er séu kynþáttahatur. Það sé jafnvel sagt um gagnrýni sem sé fullkomlega málefnaleg og án kynþáttafordóma.

Ég minni á að rétt eins og hægt er að gagnrýna kapítalisma sem hugmyndafræði, án þess að segja að allir sem kjósi til hægri séu slæmir einstaklingar, eða félagshyggju, án þess að segja að allir til vinstri séu slæmt fólk, er hægt að gagnrýna trúarbrögð, án þess að ráðast að þeim sem aðhyllast þau.

Hópurinn sem úthrópi alla gagnrýni á íslam hefur hins vegar ekkert á móti því þegar kristni er tekin fyrir. Sindri telur þetta vera vegna þess að þeir sem gagnrýni íslam á málefnalegum nótum séu settir í hóp með hinum sem stunda „brjálæðislegan málflutning“ og þeim gerðar upp skoðanir á borð við að álíta alla múslima slæma og séu rasistar.

Allur herskarinn sem með hræðsluáróðri litar alla múslima sem stórhættulega glæpamenn hefur slegið vopnin úr höndum þeirra sem hafa fram að færa einhverja vitræna gagnrýna umræðu um íslam sem trúarbrögð,

segir Sindri.

Hann lýkur grein sinni á þeim orðum að hann væri reiðubúinn að tjá sig meira um íslam ef orð hans yrðu ekki nýtt til að ýta undir málflutning þeirra sem aðhyllast þjóðernishyggju.

Hér má lesa grein Sindra á vefsíðu Vantrúar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær