fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Guðlaugur Þór: „Við eigum ekkert að gefa eftir þegar kemur að mannréttindum“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að með því að gera fríverslunarsamninga sé Ísland ekki að samþykkja mannréttindabrot í ríkjum á borð við Filippseyjar. Á Alþingi í gær lögðust þingmenn Pírata og Vinstri grænna gegn því að Alþingi staðfesti fríverslunarsamning við Filippseyjar vegna mannréttindabrota og morða Rodrigo Duterte forseta landsins á almennum borgurum. Sagði Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata meðal annars að rök um að viðskiptaþvinganir á önnur ríki hefðu engin áhrif myndu koma vinum hans frá Suður-Afríku spánskt fyrir sjónir þar sem viðskiptaþvinganir hafi einmitt bundið enda á ógnarstjórn þar í landi undir lok níunda áratugarins:

Að gera samninginn akkúrat þegar Duterte forseti kemur til valda er svona eins og að velja valdatíð Pols Pots til að skipta við Kambódíu,

sagði Gunnar Hrafn. Guðlaugur Þór segir málið ekki snúast um að samþykkja mannréttindabrot:

Þetta snýst um það að þú þarft að vera sjálfum þér samkvæmur. Við eigum að velta þessu fyrir okkur, almenna reglan hefur verið sú, og ekki bara á Íslandi, að meiri viðskipti á milli landa komi sér vel fyrir fátækari ríki. Við vorum eitt fátækasta ríki Vestur-Evrópu fyrir hundrað árum síðan, við værum það enn ef við hefðum ekki aðgang að öðrum mörkuðum og værum með okkar eigin markað opinn. Þetta er bara svona einfalt,

sagði Guðlaugur Þór í þættinum Harmageddon í morgun:

Ef þú skoðar þessi lönd sem að eru núna að verða efnahagsleg stórveldi þá hafa þau gert það vegna þess að þau eru með aðgang að öðrum mörkuðum, þá ertu að byggja gríðarstórar millistéttir. Í mörgum þessum ríkjum eru ekki mannréttindi eins og við viljum vilja sjá þau. Þá er spurningin, eru meiri líkur á því að öflug millistétt, fólk sem er efnahagslega sterkara og í samskiptum við önnur ríki, myndu ýta á breytingar í sínu samfélagi eða ekki? Ég held að flestir komist að þeirri niðurstöðu að það er miklu líklega að þau myndu gera það.

Sértækar aðgerðir gegn Rússum

Varðandi gagnrýni stjórnarandstöðuna á þingi í gær sagði Guðlaugur Þór:

Ég skildi þetta ekki alveg, samkvæmt málflutningi eins og hann var lagður upp í byrjun, svo fannst mér menn ná skynsamlegri lendingu, þá hefði mátt segja það að menn hafi verið að gagnrýna harkalega ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar fyrir að gera samninginn við Kína. Nú gagnrýndi ég þá ríkisstjórn mjög harkalega en það hvarflaði ekki að mér að hún væri með einhverjum hætti að kvitta undir eða samþykkja mannréttindabrot með því að samþykkja fríverslunarsamning. Við eigum ekkert að gefa eftir þegar kemur að mannréttindum.

Sem dæmi hafi hann talað um réttindi samkynhneigðra við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. Segir hann umræðurnar hafa verið málefnalegar en Lavrov hafi tekið til varna fyrir stefnu Rússa. Varðandi viðskiptaþvinganir Íslands og fleiri Vesturlanda á Rússland vegna ástandsins í Úkraínu segir Guðlaugur þær hafa verið sértækar og gerðar þannig að þær myndu ekki skaða almenning í landinu:

Þær miðuðu að ákveðnum hópi valdamanna, það voru frystar eignir og menn settir í ferðabönn og svo framvegis. Þeir settu svo almennar viðskiptaþvinganir á okkur í kjölfarið, við fórum illa út úr því og ég kom þeim athugasemdum á framfæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær