fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Fjármálaráðherra: Eðlilegt að ríkið selji lóðir til sveitarfélaga án auglýsingar

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2017 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar. Mynd/Sigtryggur Ari

Eðlilegt er að ríkið selji sveitarfélögum lóðir án auglýsingar ef lóðirnar eru innan marka skipu­lags­valds sveit­ar­fé­lags­ins, við­skiptin eigi sér stað á við­skipta­legum for­send­um og að fyrir liggi rök­studdar ástæður fyrir kaupunum. Þetta segir í svari Bene­dikts Jóhann­es­sonar fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttir þingmanns Framsóknarflokksins. Spurði hún um hvort sveitarfélög hafi sóst eftir kaupum á lóðum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu, hvaða lóðir sé um að ræða og hver viðbrögð ríkisins voru.

Í svarinu segir að hin almenna stefna ríkisins við ráðstöfun á landi eða öðrum eignum ríkisins sé sú að auglýsa allar slíkar eignir og taka hagstæðasta kauptilboðinu. Undanfarinn áratug hafi ríkið átt í viðræðum við ýmis sveitarfélög um lóðir til uppbyggingar innan sveitarfélaganna, þar á meðal land 202 hektara land við Vífilsstaðaspítala sem Garðabær keypti í síðustu viku. Varðandi þá lóð segir í svari ráðherra:

Ráðuneytið hefur á undanförnum árum átt í viðræðum við Garðabæ um hugsanleg kaup Garðabæjar á landi ríkisins við Vífilsstaði. Ráðuneytið og sveitarfélagið hafa hingað til ekki náð saman um kaup sveitarfélagsins á umræddu landi. Síðasta haust fóru viðræður milli aðila af stað á nýjan leik og hafa þær gengið vel. Ákveðið var að óska eftir sameiginlegu verðmati á umræddu landi miðað við forsendur sem fyrir liggja í nýjum drögum að aðalskipulagi. Auk tiltekins grunnkaupverðs er gert ráð fyrir ábataskiptasamningi milli ríkis og sveitarfélags verði ákveðið að breyta eða þétta byggð á umræddu landi umfram núverandi hugmyndir. Vonast er til að hægt verði að undirrita samning við sveitarfélagið á næstu dögum eða vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær