fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Eyjan

Jón Valur Jensson: „Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. apríl 2017 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag sýknaði Héraðsdómur Jón Val Jensson guðfræðing af ákæru um hatursorðræðu vegna ummæla sem hann lét falla á bloggsíðu sinni. Jón Valur tjáir sig um niðurstöðuna á síðu sinni og segist „hæstánægður með þennan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur“.

Í ákærunni á hendur Jóni Vali kom fram að ummæli hans fælu í sér að mati ákæruvaldsins háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð fólks vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.

Á bloggsíðu sinni segir Jón Valur:

Ég var saklaus kallaður fyrir dóm í þessu máli. En nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru.

Það þarf ekki að hafa stór orð um þetta. Það verður öllum ljóst, sem lesa úrskurð réttarins, að kæra Samtakanna 78, ásakanir lögfræðings þeirra og embættis lögreglufulltrúa meintrar hatursorðræðu og málatilbúnaður aðstoðar­saksóknarans stóð á brauðfótum frá upphafi, enda með öllu tilhæfulaus, eins og sýndi sig hér, að öll ákæruatriðin eru fallin um sjálf sig.

Ég er því hæstánægður með þennan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, enda er það alveg ljóst, að ég hef EKKI brotið landslög í þessu máli.

Í lokaorðum dóms Héraðsdóms segir:

Samkvæmt öllu ofanrituðu er það mat dómsins að ákærði hafi ekki gerst brotlegur við 233. gr. a almennra hegningarlaga með skrifum sínum sem rakin eru í ákæru auk þess sem ásetningur ákærða er ósannaður. Ber samkvæmt þessu að sýkna ákærða og dæma að allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði þar með talin 1.475.600 króna málsvarnarlaun Péturs Gunnlaugssonar héraðsdómslögmanns að meðtöldum virðisaukaskatti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda

Orðið á götunni: Nýtt kaupaukakerfi í Íslandsbanka ofan á 12 prósenta kauphækkun stjórnenda
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar