Reuters-fréttastofan greinir frá því að Marine Le Pen hafi nú yfirhöndina yfir Emmanuel Macron í talningu atkvæða í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna. Tölur frá franska innanríkisráðuneytinu sýni að þegar búið er að telja 28 milljónir atkvæða þá sé Marine Le Pen með 23,6 prósent. Emmanuel Macron er með 22,78 prósent.
François Fillon frambjóðandi íhaldsins fær 19,69 prosent en sósíalistinn Jean-Luc Mélenchon en 18,43 prósent talinna atkvæða hafa fallið sósíalisanum Jean-Luc Mélenchon í skaut.
Fréttamaður Reuters greinir frá þessu í Twitter-færslu sem birt er á beinu kosningabloggi Reuters-fréttastofunnar:
latest interior ministry figures with 28 million votes counted – le pen 23,6, macron 22,78, fillon 19,69, melenchon 18,43
— John Irish (@IrishJReuters) April 23, 2017
Independent skrifar að þessi töldu atkvæði komi frá minni bæjum og af landsbyggðinni í Frakklandi þar sem Le Pen og Þjóðfylkingin standi sterkar en í stóru borgunum. Því megi búast við að hlutdeild hennar lækki þegar niðurstöður á talningu atkvæða þaðan berist.
Um 45,7 millionir eru á kjörskrá í Frakklandi. Auk þetta eru 1,3 milljónir franskra ríkisborgara sem búa erlendis.