fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

United Silicon átti að loka fyrir páska – Umhverfisráðherra: Nú er nóg komið

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 08:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helguvík. Mynd: DV

Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon að stöðva þyrfti starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík fyrir páska þar sem möguleiki væri á því að hættuleg efni á borð við maurasýru og ediksýru menguðu andrúmsloftið í kringum verksmiðjuna. Hætt var við að stöðva starfsemina í kjölfar fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Var sú ákvörðun tekin eftir að stjórn United Silicon ákvað að ræsa ekki ljósbogaofn verksmiðjunnar í næsta óvænta ofnstoppi sem myndi vara lengur en í klukkustund.

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra.

Verksmiðjan er nú nokkuð skemmd í kjölfar eldsvoða aðfaranótt þriðjudags og þar sem starfsemin er óheimil samkvæmt skilyrðum Umhverfisstofnunar er ljóst að henni verður hætt í bili, en framtíðin er óljós.

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á Fésbók eftir að fréttir bárust af brunanum að nú væri nóg komið og það þurfi að loka kísilmálverksmiðjunni í Helguvík á meðan eftirfarandi þættir eru kannaðir til fullnustu:

Í fyrsta lagi, afhverju íbúar í grennd við hana upplifa einkenni sem að mengunarmælingar geta ekki útskýrt,

Í öðru lagi þarf að kanna vinnuaðstæður sérstaklega. Á sameiginlegum fundi fyrir umhverfis og samgöngunefnd lýsti forstjórinn því, aðspurður um hugsanlega hækkun á Arsen í andrúmslofti, að starfsmennn væru að opna út vegna þess að þeim væri svo heitt. Þessvegna losaðist út mengun beint af gólfinu sem að væri ekki búin að fara í gegn um reykhreinsikerfi. Hvað komast þessir sömu starfsmenn í mikla snertingu við alls konar óæskileg efni?

Í þriðja lagi þarf að kanna fjármögnun. Það er ljóst á öllu að fyrirtækið þarf fjármagn. Hverjir eru að bjóða það fram núna? Ég ætla rétt að vona að það séu ekki sameiginlegir sjóðir þeirra sömu landsmanna og ýta á að fyrirtækið loki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu