fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Smári svarar Oddnýju: Við marsérum á Versali daginn sem Guð er dauður

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 11. apríl 2017 13:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson og Oddný G. Harðardóttir. Samsett mynd/DV

Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands gefur lítið fyrir bón Oddnýjar Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar um að bíða með að stofna Sósíalistaflokkinn. Segir Gunnar Smári að Samfylkingin hafi orðið völd að stórkostlegum skaða og sé mesta eyðingarafl vinstursins.

Oddný biðlaði til Gunnars Smára, Ragnars Önundarsonar og Mikaels Torfasonar í hádeginu í dag um að bíða með stofnun Sósíalistaflokks Íslands og reyna þess í stað að styrkja Samfylkinguna. Innlegg Oddnýjar fékk vægast sagt dræm viðbrögð í Fésbókarhóp Sósíalista, var meðal annars stungið upp á að Samfylkingin gengi frekar til liðs við Sósíalistaflokkinn en öfugt. Segir Einar Steingrímsson prófessor í stærðfræði að hugmyndafræði flokkanna sé ólík:

Samfylkingin hefur sannað rækilega síðustu 10-15 árin að hún er ekki flokkur alþýðufólks. Hún hefur enga tilraun gert til að brjóta niður það gerspillta valdakerfi sem íslenska auðvaldið notar til að tryggja kúgun sína og arðrán. Hún hefur bara haft áhuga á að komast til valda innan kerfisins. Þið hafið ekki einu sinni gert (í neinni alvöru) upp við þátt ykkar í hruninu, hvað þá annað.

Oddný segir svo í athugasemd:

Kannski á yfirveguð umræða ekki upp á pallborðið í þessu samhengi. Ég reyni samt.

Marsérað á Versali á föstudag eða laugardag

Gunnar Smári segir svo í samtali við Vísi að ekkert hafi dregið jafn mikið úr mætti vinstrimanna á Íslandi og tal um sameiningu:

Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið.

Segir Gunnar Smári að byltingin hafi hafist á miðnætti þegar flokkurinn opnaði heimasíðu sína:

Byltingin byrjaði um miðnætti og hélt áfram í hádeginu. Hún mun svo eflast í eftirmiðdaginn og mun kveikja upp í öllu í kvöld.

Spurði Gunnar Hrafn Jónsson þingmaður Pírata Gunnar Smára hvenær það yrði svo marsérað á Verslali, Gunnar Smári svaraði þingmanninum:

Kannski á föstudaginn langa, eða á laugardaginn. Daginn sem Guð er dauður, daginn áður en hann rís upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun