Flokkur fólksins ætlar að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða að ári. Inga Sæland formaður flokksins segir að Flokkur fólksins muni sömuleiðis bjóða fram í öðrum sveitarfélögum sé vilji fyrir slíku og fólk fáist til að manna lista. Þetta kom fram í vitali sem Óðinn Jónsson fréttamaður tók við Ingu Sæland í þættinum Morgunvaktin á RUV Rás 1 nú morgun.
„Við bjóðum bara fram í öllum sveitarfélögum sem vilja bjóða fram undir okkar merki, en alveg örugglega í borginni, það er nokkuð ljóst,“
sagði Inga.
Flokkur fólksins fékk 3,54 prósenta fylgi á landsvísu í Alþingiskosningunum í október síðastliðinn. Mest fylgi fékk hann á höfuðborgarsvæðinu.
Flokkurinn undirbýr nú málsókn á hendur ríkinu vegna afturvirkra skerðinga á lífeyrisréttindum frá Tryggingastofnun. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrum Hæstaréttardómari hefur tekið að sér að fara með málið.
Landsfundur flokkisins verður haldinn í Reykjavík 29. apríl næstkomandi.
Með því að smella hér má heyra viðtal Óðins Jónssonar við Ingu Sæland.