fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Framsóknarflokkurinn á vondum stað – Hugmyndir um nýjan flokk koma ekki á óvart

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 10. apríl 2017 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir að Framsóknarflokkurinn sá á vondum stað og það komi ekki á óvart að það séu hugmyndir á lofti um að stofna nýjan flokk.

Líkt og Eyjan greindi frá í síðustu viku þá sagði Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðing og félagi í Framsóknarflokknum að hann væri einn þeirra sem vilji eindregið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum formaður og forsætisráðherra yfirgefi Framsóknarflokkinn og stofni nýjan flokk. Sagðist Gunnar Kristinn ekki vera einn á slíkri skoðun innan flokksins, þvert á móti sé flokkurinn klofinn og mörgum tryggum flokksmönnum sé misboðið.

Nú liggur fyrir að Gunnar Bragi hefur verið spurður hvort hann tengist slíkum hugmyndum, segir hann á Fésbókarsíðu sinni:

Ég hef verið spurður hvort ég tengist hugmyndum um að stofna nýjan flokk. Það geri ég ekki.
Framsóknarflokkurinn er illa staddur eftir verstu kosningaúrslit í sögu flokksins og er nú næst minnsti stjórnarandstöðu flokkurinn. Líklega hefur flokkurinn í seinni tíð ekki verið á jafn vondum stað.
Svona hugmyndir koma því ekki á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“