fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Eyjan

„Aflandskrónueigendur kengbeygðu Seðlabanka Íslands“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 12. mars 2017 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.

Hagnaður aflandskrónueigenda og tap Seðlabanka Íslands á samningum þeirra sem tilkynnt var um í dag hljóðar upp á 400 milljóna evra eða 45 milljarða króna. Fyrir 9 mánuðum afþökkuðu vogunarsjóðirnir tilboð upp á 190 krónur á evru eða 1 milljarða evra, í samningunum þá þeir hins vegar krónuna á 137,5 krónur sem þýðir að vogunarsjóðirnir fá 1,4 milljarða evra fyrir eign sína. Marínó G. Njálsson ráðgjafi segir óskiljanlegt að Már Guðmundsson Seðlabankastjóri geti varið þessa niðurstöðu:

Aflandskrónueigendur kengbeygðu Seðlabanka Íslands.

Hann er búinn vera nokkuð belgingslegur í yfirlýsingum sínum undanfarin ár og nú þarf hann að éta öll þau orð ofan í sig. Hann lætur samt líta út sem þetta hafi allt verið skipulagt, en þeir sem fylgst hafa með orðum hans sérstaklega vita að hann hefur verið kengbeygður,

segir Marínó. Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans tekur í sama streng, segir hann á Fésbók að fólk skuli muna eftir þessum 45 milljörðum króna:

Næst þegar stjórnvöld segja að ekki séu til peningar til neins sem er til hagsbóta fyrir allan meginþorra fólks, skulið þið muna eftir þessum 45 milljörðum króna sem Seðlabankinn fann svo hann gæti losað höft á þeim einstaklingum sem vilja flytja út meira en 100 milljónir króna á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem er á móti frjálsri fjölmiðlun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins

Sigurður Ingi gefur ekki kost á sér áfram sem formaður Framsóknarflokksins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Við svona kannski höfum ákveðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu