fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Skúli Mogensen hjá WOW AIR: Sparnaður með nýrri tækni vegur upp greiðslubyrði af nýjum flugvélum

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á flugi með einni af vélum WOW AIR.

Víða var komið við í spjalli Skúla Mogensen forstjóra og aðaleiganda WOW Air við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN í liðinni viku. Meðal annars var rætt um vöxt flugfélagsins og sókn þess á mörkuðum.

Björn Ingi spurði Skúla hvernig hann gæti verið að kaupa nýjar þotur á sama tíma og samkeppnisaðilinn Icelandair væri nánast í vörn að reyna að feta sig við nýjar aðstæður.

Björn Ingi spurði hreint út:

Ertu að skuldsetja þig svona mikið eða er þetta vöxturinn sem knýr þetta svona áfram?

Skúli sagði að þetta hefði ekki verið hægt nema vegna þess að Airbus-flugvélaverksmiðjurnar hefðu stutt dyggilega við bakið á WOW AIR.

Þeir hafa fylgst með okkur mjög náið frá fyrsta degi, svo og mjög stórir flugvélaleigjendur sem þekkja þennan bransa út og inn. Þeim fannst þetta módel okkar mjög áhugavert…Ég tel okkur mjög vel setta þar, þannig að í og með að þeir hafa séð allar okkar tölur og allan þennan vöxt þá hefur það verið ómetanlegt fyrir okkur að njóta stuðnings þessara erlendu aðila í þessari uppbyggingu. Annars væri það ekki hægt.

Skúli benti einnig á annan þátt sem skipti höfuðmáli:

Skúli Mogensen í Eyjunni.

Hitt sem er búið að hjálpa okkur mjög mikið, er það að af því að vaxtakostnaður í heiminum er núna í sögulegu lágmarki, nema á Íslandi…Við erum ekki að fjármagna okkur hér heima, erum ekki að gera það sem betur fer. En fyrir vikið erum við núna að taka fimm glænýjar þotur í viðbót í notkun í ár. Þetta eru fjárfestingar upp á tugi ef ekki hundruði milljarða, sem við erum bæði að kaupa, en líka í kaupleigum og í leigu. Vaxtakostnaðurinn, greiðslubyrðin af nýjum flugvélum, er.. – þú færð til baka bara út af minni eldsneytiskostnaði. Sparnaðurinn í nýjustu tækninni í eldsneytisnotkun er miklu meiri en afborgun af nýrri vél versus eldri vél. Þetta er lykilatriðið. Þess vegna höfum við getað, og það er mjög auðvelt að sýna fram á þetta. Þannig að þar af leiðandi er í mínum huga galið að vera ekki að kaupa nýjar flugvélar í núverandi ástandi…Við erum með einn yngsta flotann í Evrópu og ég til mikla hagkvæmni og hagræðingu fólgna í því, fyrir utan það að vera með glænýjar flugvélar og frábært pródukt fyrir vikið.

Hér er viðtalið við Skúla í heild sinni:

https://vimeo.com/204420848

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki