fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Reykjavíkurborg eykur stuðning við utangarðsfólk – Tólf nýjar íbúðir á þremur árum

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 8. desember 2017 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Velferðarráð samþykkti á fundi sínum 7. desember að auka stuðning við utangarðsfólk. Þetta kemur fram í tilkynningu. Það verður gert með því að fjölga um tólf íbúðum fyrir fólk í jaðarstöðu á grundvelli hugmyndafræðinnar Housing first. Einnig verður starfsmönnum í vettvangs- og ráðgjafarteymi sem veitir utangarðsfólki þjónustu fjölgað úr sjö í þrettán. Teymið mun starfa út frá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða sem er þekkingarstöð í málefnum utangarðsfólks.

 

Teymið var stofnað á árinu 2015 og sinnir tveimur mikilvægum hlutverkum. Annars vegar hefur það yfirsýn yfir málaflokkinn og vinnur að forvörnum með því að sinna þeim sem leita í neyðarskýli, hins vegar veitir það hópi fólks, sem er í búsetu undir formerkjum Housing First, stuðning og ráðgjöf í daglegri búsetu. Það vinnur að því að draga úr heilsufarslegum og félagslegum afleiðingum þess að vera utangarðs, auka lífsgæði skjólstæðinganna og draga úr áreiti þeirra á nærsamfélag sitt og óþarfa kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. Jafnframt vinnur það markvisst að forvarnarstarfi gegn heimilisleysi.

Ætlunin er að fjölga íbúðum um fjórar á ári eða samtals tólf fram til 2020. Stöðugildum í vettvangs- og ráðgjafarteymi verður á næsta ári fjölgað um þrjú, tvö til viðbótar á árinu 2019 og eitt á árinu 2020. Í lok tímabilsins er ætlunin að teymið geti veitt þjónustu frá kl. 8:00 til kl. 24:00 alla daga vikunnar. Áætlaður kostnaður við verkefnið er um 67 milljónir, þar af eru áætlaðar 35 milljónir á næsta ári.

Einnig er gert er ráð fyrir að tillögur um breytingar á starfsemi í Gistiskýlinu verði lagðar fyrir velferðarráð á fyrsta ársfjórðungi ársins 2018 ásamt tillögum um fjölgun smáhýsa og annarra aðgerða í þágu utangarðsfólks. Þess ber að geta að velferðarráð leggur áherslu á að skoðað verði áfram hvernig tryggja megi sambærilega þjónustu við konur jafnt sem karla þó að ólíkar aðstæður hópanna kunni að kalla á ólíkar nálgun í þjónustu.

Með utangarðsþjónustu er átt við þjónustu fyrir sundurleitan hóp fólks sem af ýmsum ástæðum getur ekki haldið heimili. Algeng einkenni í þessum hópi eru fíkn og neysla, geðrænn vandi, frávik í þroska og saga um áföll og félagslega erfiðleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk