fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Sif og Orri Páll aðstoða umhverfisráðherra

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. desember 2017 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orri Páll Jóhannsson og Sif Konráðsdóttir hafa verið ráðin aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Þau hefja störf á næstu dögum.

Orri Páll Jóhannsson er búfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og með BSc-gráðu í vistfræði og stjórnun náttúrusvæða frá Umhverfis- og lífvísindaháskóla Noregs á Ási. Undanfarið hefur hann einnig stundað meistaranám í hagnýtri siðfræði, með áherslu á umhverfis- og náttúrusiðfræði, við Háskóla Íslands.

Orri Páll hefur undanfarin ár starfað sem landvörður og var m.a. starfandi þjóðgarðsvörður á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá janúar 2016 til júní 2017. Þá var hann verkefnisstjóri Skóla á grænni grein (Grænafánaverkefnisins) hjá Landvernd frá 2008 til 2012. Hann er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður og á sæti í flokksráði og stjórn Reykjavíkurfélags VG.

Orri Páll er í sambúð með Jóhannesi Elmari Jóhannessyni Lange.

Sif Konráðsdóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 1988. Hún starfaði sem sérfræðingur á ríkisaðstoðarsviði Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel 2008 – 2015 en var áður sjálfstætt starfandi lögmaður í Reykjavík og hefur undanfarin tvö ár starfað við lögmennsku og ráðgjöf á sviði matvælaöryggis og umhverfismála, m.a. fyrir Landvernd.

Sif hefur verið stundakennari við HÍ og á lögmannanámskeiðum og sinnt margháttuðum trúnaðar- og félagsstörfum fyrir lögmannastéttina og íslensk stjórnvöld. Hún var meðal stofnenda félags kvenna í lögmennsku og fyrsti formaður þess.

Sif er gift Ólafi Valssyni, dýralækni, og eiga þau samtals fjögur börn og tvö barnabörn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur