fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Páll Magnússon: „Er ekki að íhuga formannsframboð á næsta landsfundi.“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Eftir að ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar lá fyrir, var ljóst að Páll Magnússon, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, væri ósáttur við sitt hlutskipti að verða af ráðherrasæti í annað skipti á árinu. Sagðist hann hafa mótmælt þessu við Bjarna Benediktsson og studdi ekki ráðherralista formannsins. Hann greiddi hinsvegar atkvæði með stjórnarsáttmálanum og styður ríkisstjórnina.

 

 

 

Sá orðrómur kviknaði í kjölfarið, að Páll hygðist bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi. Hann nyti mikils stuðnings og hefði verið beittur þrýstingi úr sinni kreðsu um að bjóða formanninum birginn. Páll segist í samtali við Eyjuna ekki ætla í formannsslag:

„Ég get staðfest að það hafa allmargir nefnt þetta við mig, en ég er ekki að íhuga formannsframboð á næsta landsfundi.“

 

Það hefði verið djarfur leikur hjá Páli að fara gegn formanninum á þessum tímapunkti, þar sem Bjarni Benediktsson er í sterkri stöðu þrátt fyrir mótbyr síðustu mánaða. Gárungar segja hinsvegar að með hverjum deginum sem líði styttist í næsta hneykslismál formannsins og/eða ríkisstjórnarinnar og þá muni gefast tækifæri fyrir Pál að nýju.

 

Páll nýtur mikillar hylli innan flokksins sem utan, þykir skarpur, sanngjarn og vel máli farinn. Auk þess nýtur hann þeirrar sérstöðu að vera lítt umdeildur meðal almennings, ólíkt núverandi formanni. Þá geta þeir sem eru vel að sér í millilínalestri séð, að Páll útilokar aðeins framboð á næsta landsfundi, en segir ekkert um þann þarnæsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sleikipinnapólitík
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum