fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hæstaréttarlögmaður ýjar að vanhæfi umhverfisráðherra

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 11. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfisráðherra

Hæstaréttarlögmaðurinn Jón Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið um helgina, hvar hann veltir fyrir sér hæfi, eða eftir atvikum, vanhæfi Guðmundar I. Guðbrandssonar umhverfisráðherra, sökum sinna fyrri starfa hjá Landvernd. Spyr Jón hvort umhverfisráðherra sé til dæmis hæfur til að skipa til dæmis starfshóp um málefni Teigsskógar, eða hvort hann sé hæfur að fjalla um aðalskipulag tengt Hvalárvirkjun, en þetta eru meðal málefna sem Guðmundur kom að í störfum sínum hjá Landvernd.

 

Jón segir það viðurkennt í stjórnsýslurétti að vanhæfi fyrirsvarsmanns geti átt við eftir starfslok og þó að Landvernd sé ekki hefðbundinn aðili máls hafi samtökin lagalegan rétt til að láta sig mála varða í skipulags- og umhverfismálum, meðal annars til að kæra mál.

„Vanhæfi umhverfisráðherra hlýtur þá sérstaklega að koma til greina þegar fjallað er um erindi Landverndar úr framkvæmdastjóratíð hans.“

segir Jón. Þá segir hann að línurnar séu óskýrar og skurðpunktarnir margir í þessum tveimur störfum ráðherrans:

„Þegar framkvæmdastjóri stærstu umhverfisverndarsamtaka Íslands flyst í starf umhverfisráðherra á einni nóttu, laus við hvers kyns þras um uppsagnarfrest og efndir fyrra ráðningarsambands, verða línur óskýrar. Aðstaðan er sérstök enda lætur Landvernd sig öll umhverfismál varða, s.s. með ályktunum, umsögnum, kærum og jafnvel málshöfðunum. Skurðpunktar fyrra starfs og ráðherrastarfs eru margir.“

 

Og Jón heldur áfram:

„Staða ráðherrans er óvenjuleg og einstök og hefur snertifleti við 3-4
vanhæfisástæður og grunnrök að baki þeim. Safnast þegar saman kemur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk