Samkvæmt öruggum heimildum Eyjunar er búið að ráða aðstoðarmenn dómara við Landsrétt. Auglýst var eftir fimm löglærðum aðstoðarmönnum dómara við Landsrétt í sumar, en Landsréttur tekur til starfa 1. janúar 2018 og er gert ráð fyrir að aðstoðarmenn hefji störf frá þeim tíma. Alls sóttu 116 manns um störfin fimm en eftirtaldir einstaklingar fengu starfið:
Hákon Þorsteinsson
Hrafnhildur Guðjónsdóttir
Kjartan Ólafsson
Margrét Helga Kristínar Stefánsdóttir
Margrét María Grétarsdóttir
Landsréttinn skipa þau Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Þorgeir Ingi Njálsson.