Kjósendur í Garði og Sandgerði ganga að kjörborðinu laugardaginn 11. nóvember og taka ákvörðun um hvort sveitarfélögin verði áfram sjálfstæð eða hvort þau renni saman í eitt nýtt sveitarfélafg. Málum er þannig háttað nú að kosnir eru 7 bæjarfulltrúar í Garði og jafnmargir í Sandgerði. Verði til nýtt sveitarfélag hefur verið ákveðið að bæjarfulltrúarnir verði 9 talsins.
Skoðum aðeins úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2014. Úrslit urðu:
Í Garði:
D listi 395 atkvæði og 5 fulltrúa
N listi 184 atkvæði og 2 fulltrúa
Z listi 75 atkvæði og 0 fulltrúa
Í Sandgerði:
B listi 220 atkvæði og 2 fulltrúa
D listi 146 atkvæði og 1 fulltrúa
H listi 146 atkvæði og 1 fulltrúa
S listi 302 atkvæði og 3 fulltrúa
Í Garði hafa Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta en Samfylkingin er í meirihluta með Sjálfstæðismönnum í Sangerði.
Verði af sameiningu verður kosið í nýju sveitarfélagi í lok maí . Ef úrslit í kosningunum 2014 eru skoðuð liggur það ljóst fyrir að miðað við þær tölur nær Sjálfstæðisflokkurinn fékk í Garði og Sandgerði til samans nægja ekki til að fá hreinan meirihluta í nýju sveitarfélagi.