Einn af nýju alþingismönnunum er Vestfirðingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir. Hún er frá Ingjaldssandi, hefur búið í Önundarfirði og um árabil í Bolungavík. Hún var spurð hvernig henni litist á nýja starfið og hvað hún hygðist leggja áherslu á.
Halla Signý Kristjánsdóttir, Framsóknarflokki, skrifar:
Ég var fyrsta vinnudaginn minn inn á Alþingi í dag og leist vel á. Í kosningabaráttunni lagði ég áheyrslu á fyrir hvað ég stæði í stað þess að leggja fram loforðalista.
Fyrst og fremst ætla ég að leggja mig fram um að vinna upp traust á íslenskum stjórnmálum og eiga gott samtal við fólk bæði innan flokks og aðra fólk innan annarra flokka um að byggja um þetta traust og trúverðuleika.
Byggðamál eru mér mjög hugleikin og mun ég vinna að góðum málefnum lið í þeim efnum. Hvert landsvæði á sína sérstöðu og landsbyggðin þarf sterkar raddir inn á þingi til að berjast fyrir góðum málum. Jafna þarf þjónustumun sem íbúar og fyrirtæki búa við um víða um land.
Stefnuskrá Framsóknarflokksins var eg sátt við og þá var það helst hvað varðar að afnema húsnæðistengingu í verðtryggingu til að ná niður vöxtum. Afnám frítekjumarks af atvinnutekjum eldri borgara er nauðsynleg og hækkun persónuafsláttar af nauðsynleg til að bæta kjör lágtekjuhópa.
Það þarf líka að standa vörð um atvinnuvegina til sjávar og sveita. Hækkun veiðigjalda yrði rothögg fyrir margar útgerðir og fleira mætti telja.
Það eru málefnin sem skipta máli við ríkisstjórnarmyndun og vil ég ekki útiloka neina flokka í því samstarfi.