fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Kalkþörungaverksmiðja við Ísafjarðardjúp

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 5. nóvember 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um efnisnám kalkþörungasets  í Ísafjarðardjúpi. Það er Íslenska kalkþörungafélagið ehf sem hyggur á vinnslu á kalkþörungasetinu. Félagið rekur þegar verksmiðju á Bíldudal og áformar að halsa sér völl við Ísafjarðardjúp. Verskmiðjan í Arnarfirði hefur leyfi til vinnslu á 82.000 tonnum af seti árlega en sótt er um leyfi fyrir 120.000 tonna verksmiðju við Djúp. Allmörg störf fylgja verksmiðjunni. Alls eru 25 starfsmenn á Bíldudal og verða þeir fleiri í fyrirhugaðri verksmiðju við Ísafjarðardjúp.

Einar Sveinn Ólafsson sagði í viðtali við blaðið Vestfirðir að nýlega hefði runnið út frestur til þess að gera athugasemdir við frummatsskýrsluna og væri nú unnið að því að svara  framkomnum athugasemdum. Málið færi síðan til Skipulagsstofunar sem gæfi álit sitt. Að sögn Einars Sveins er Íslenska kalkþörungafélaginu efh væri full alvara með áformum sínum og hluthafar fyrirtækisins væru reiðubúnir til þess að setja fé í verksmiðjuna. Ef allt gengi að óskum sá Einars Sveinn Ólafsson fyrir sér að öllum undirbúningu yrði lokið eftir 2 ár og þá gætu framkvæmdir hafist og verksmiðjan færi í gang eftir 4 ár héðan í frá.

Einar Sveinn benti á að það þyrfti að gera hafnarmannvirki og það heyrði til verksviðs hins opinbera. Hvað orkumálin varðar sagði Einar Sveinn Ólafsson að Orkubú Vestfjarða teldi sig geta afhent 3 MW í Súðavík og ef til vill gæti verksmiðjan farið  gang með það afl að viðbættri orkuframleiðslu með gasi, en samtals þyrfti verksmiðjan um 8 MW.

Fram kemur í frummatsskýrslunni að verksmiðjan verði líklega í Súðavík en óvissa sé um raforkuafhendingu þar. Aðeins er ráðgert að vinna um 18% af kalkþörungaseti í Ísafjarðardjúpi og því ekki hætta á ofnýtingu líkt og þekkist frá Evrópu. Í skýrslunni segir: „Í matsvinnu var lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á umhverfisþættina lífríki botns, vatnsgæði sjávar, auðlindina kalkþörungaset, samfélag, fornleifar og landbrot. Niðurstaðan er í megindráttum sú að vegna framlagðra mótvægisaðgerða sem fela í sér tilflutning á lifandi yfirborðslagi kalkþörunga komi framkvæmdin til með að hafa óveruleg neikvæð áhrif á lífríki botns og auðlindina kalkþörungaset.“

Efnistökusvæðin eru við Æðey og Kaldalón.

Um efnistökuna segir: „Efnistakan gæti tekið 4-6 vikur á hverju ári, fjórum sinnum á ári, rúma viku í senn. Sótt verður um leyfi til að nema allt að 120.000 m3 á ári. Efnistakan fer fram á grunnsævi, á minna en 20 m dýpi. Fjarlægð efnistöku frá landi er aldrei minni en 200 m“.

Um staðsetninguna í Súðavík segir að  „Helsti kostur þess að staðsetja verksmiðjuna á Súðavík er nálægð við efnistökustaði og lágmörkun flutningskostnaðar. Þá eru hafnaraðstæður við Langeyri góðar frá náttúrunnar hendi. Áætlanir ganga útfrá því að verksmiðjan rísi á landfyllingu innan við Langeyri.“ Þá er það talinn kostur að verksmiðjan mynda standa nokkuð fjarri byggðinni í Súðavík og að hún sé vel staðsett með tilliti til vindátta.

Verði það úr að þurrkarinn verði rekinn með gasi má reikna með að það þurfi 360 tonn af própangasi á hverju ári með heildarlosun gróðurhúsaloftegunda upp á 1094 tonn af CO₂ ígildum á ári. Á móti þeirri mengun verður gróðursett og grætt upp land. Rykmyndun fylgir verksmiðjunni en ekki gert ráð fyrir vanda af þeim sökum vegna lausna sem koma munu í veg fyrir rykmyndunina.

Fram kemur að efnistaka trufli hrygningu bleikju og laxfiska og því verði dæling tímasett utan hrygningatíma. Einar Sveinn Ólafsson segir að ekki hafi borist athugasemdir frá laxveiðiréttarhöfum.

Birtist fyrst í Vestfirðir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi