Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra velti fyrir sér í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag hvort það eigi að banna ævintýri á borð við Þyrnirós þar sem prinsinn í sögunni var ekki búinn að fá samþykki fyrir því að kyssa prinsessuna sofandi.
Mikið hefur verið rætt um kynferðislega áreitni og ofbeldi að undanförnu, nú síðast stigu hundruð kvenna í stjórnmálum fram og sögðu sögur sínar. Nú síðast í dag steig Guðrún Jónsdóttir fram og lýsti kynferðislegri áreitni af hálfu Alberts Guðmundssonar sem sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn ásamt Davíð á níunda áratug síðustu aldar.
Sjá einnig: Allar sögurnar: Nauðgun, rassakáf af hálfu flokksformanns og starandi karlráðherrar
Sjá einnig: Guðrún segir Albert Guðmundsson hafa beitt sig kynferðislegri áreitni
Í Reykjavíkurbréfinu í dag tekur Davíð annan vinkil á umræðuna:
Umræðan um kynferðislega áreitni, sem Harvey kvikmyndajöfur startaði, heldur áfram og tekur á sig ýmsar myndir. Nú síðast skrifaði móðir í Englandi skóla þeim sem 6 ára sonur hennar sækir og krafðist þess að ævintýrið um Þyrnirós yrði þegar í stað fellt út úr samþykktri lestrarskrá skólans. Ástæðan er augljós: Prinsinn, sem vakti Þyrnirós af aldargömlum svefni, hafði ekki fengið fyrirfram samþykki hennar fyrir kossinum
Davíð segir að kannski leynist svo óþolandi áreitni víðar:
Hvað um Alfinn álfkóng, Dísu ljósálf, Dverginn Rauðgrana og ævisögu Bjössa í Val?