fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Þorbjörn ber saman símtal Davíðs og Geirs við dóma í hrunmálum: „Sitt er hvað Jón og séra Jón“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorbjörn Þórðarson, Geir Haarde og Davíð Oddsson. Samsett mynd/DV

Þorbjörn Þórðarsson fréttamaður á Stöð 2 segir að annaðhvort sé lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skipti máli hver eigi í hlut þegar tekin sé ákvörðun um saksókn efnahagsmála. Vísar Þorbjörn í leiðara Fréttablaðsins í dag í símtal Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra þar sem kom fram að Davíð vissi að þær 500 milljónir evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi myndu líklegast tapast.

Vitnar Þorbjörn í niðurstöðu Hæstaréttar í Exeter-málinu, þar sem sakfellt var fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingu, hafi einstaklingar losað sig undan persónulegum ábyrgðum en ekki var fjallað sérstaklega um auðgunarásetning í forsendum réttarins. Í Imon-málinu hafi Hæstiréttur sérstaklega tekið fram að það nægði til sakfellingar að sýna fram á háttsemi sem valdið hafi verulegri fjárhagsáhættu.

Þorbjörn segir að í kjölfar þess að samtalið var birt þá liggi fyrir að þeir Davíð og Geir töldu öruggt að peningarnir myndu tapast og að veruleg fjártjónshætta hafi blasað við:

Héraðssaksóknari skoðaði útprentun af símtalinu á sínum tíma og taldi ekki ástæðu til að aðhafast. Annað hvort er lögskýring Hæstaréttar Íslands á umboðssvikum röng eða það skiptir máli hver á í hlut þegar héraðssaksóknari tekur ákvörðun um saksókn efnahagsbrota. Sitt er hvað Jón og séra Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“