fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Eyjan

Nærri helmingur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Nærri helmingur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti á vinnustað á einhverjum tímapunkti. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup. Hlutfallið er mun hærra hjá konum en körlum, en 45% kvenna sögðust hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti í starfi en 15% karla.

Hlutfallið er hæst hjá konum á aldrinum 18 til 24 ára en 55% þeirra hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Hefur 23% karla í sama aldursflokki orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Alls hafa 5% orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á síðustu 12 mánuðum, 8% kvenna og 3% karla.

Niðurstöðurnar eru sambærilegar við það sem gerist í Bretlandi og Bandaríkjunum. Samkvæmt könnun Gallup í Bandaríkjunum í október síðastliðnum þá hafa 42% kvenna og 11% karla orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Í Bretlandi höfðu 53% kvenna og 20% karla orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“