fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Eyjan

Atli segir að VG hafi gert mistök: „Það á að stilla upp málefnum en ekki manneskjum“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Gíslason, fyrrverandi þingmaður.

Atli Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn hafi gert nokkur grundvallarmistök í kosningabaráttunni. Atli var þingmaður á árunum 2007 til 2013.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag segir Atli að flokkurinn hefði að líkindum haldið áfram að tapa fylgi eins og raunin varð vikurnar fyrir kosningar. Í skoðanakönnunum í haust mældist flokkurinn langtum stærstur en síðan fór að halla undan fæti og endaði flokkurinn með 16,9 prósenta fylgi.

Í viðtalinu segir Atli að stefnumál VG hafi verið almenn og kjósendur ekki vitað hvar þeir hefðu flokkinn. Flokkurinn hafi verið stofnaður í kringum femínisma og umhverfisvernd og VG hefði þurft að halda sínum helstu baráttumálum betur á lofti.

Þá bendir Atli á að flokkurinn hafi farið í vörn þegar umræðan fór að snúast um skattamál. Að vera í vörn í kosningabaráttu sé það versta sem geti gerst fyrir stjórnmálaflokk; Sjálfstæðisflokkur hafi séð sér leik á borði og hamrað á því að flokkurinn ætlaði að skattleggja millistéttina, en áður hafi VG sagst vilja miða við mjög háar tekjur fyrir hátekjuskatt og mjög miklar eignir fyrir auðlegðarskatt.

Loks nefnir Atli að flokkurinn hafi gert mistök með því að stilla nær eingöngu upp Katrínu Jakobsdóttur. „Það á að stilla upp málefnum en ekki manneskjum. Það er mín persónulega og pólitíska skoðun í stjórnmálum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal

Tilkynna um flug milli Íslands og Montreal
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið

Segir aðventuna reyna mest á hjónabandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera