Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að þar sem hann sé mjög góður vinur Páls Magnússonar oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þá viti hann manna best hvers konar drullusokkur Páll sé. Kári lét þessi orð falla á hádegisverðarfundi BSRB í dag. Var hann spurður úr sal hvort barnshafandi konur í Vestmannaeyjum, og annarsstaðar á landsbyggðinni, ættu allar að þurfa að bíða vikum saman í Reykjavík eftir því að fæða og hvort það ætti ekki að vera aðstaða til að fæða um allt land?
Ég vorkenni Vestmannaeyingum fyrir að sitja uppi með Pál Magnússon í fyrsta sæti á lista. Við Páll erum mjög góðir vinir. Ég veit þess vegna manna best hvers konar drullusokkur Páll Magnússon er,
hefur Vísir eftir Kára. Páll starfaði áður sem upplýsingafulltrúi Kára hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hlegið var í salnum en ekki var hægt að segja út frá svipbrigðum Kára hvort hann væri að grínast eða ekki.