fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Heitu kosningamálin

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. október 2017 15:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Ásmundur Friðriksson skrifar:

Í komandi kosningum verða mörg mál sem fólkið í landinu mun bera miklar væntingar til Í mínum huga er stærsta málið í komandi kosningum að tryggja stöðugleika. Tryggja það að verðbólga verði áfram undir viðmiðunarmörkum Seðlabankans, hagvöxtur verði áfram verulegur þó ekki verði hægt að reikna með því að hann verði áfram sá mesti í nokkru ríki í Evrópu og að kaupmáttur launa haldi áfram að aukast með þessum hagstæðu skilyrðum sem við höfum búið við. Þau skilyrði eru ekki sjálfsögð, þau koma til að því að við höfum búið vel í haginn, lækkað skuldir ríkissjóðs um hundruð milljarða á síðust árum og farið varlega í ríkisútgjöldum og lækkað skatt. Fellt niður öll vörugjöld og tolla af öllum innflutningi nema af matvælum, þeim ávinningi á verslunin að skila beint í vasa almennings í landinu. Það hefur haft þær jákvæðu afleiðingar í för með sér og hingað koma í kjölfarið erlendar verslunarkeðjur og opna verslanir sínar og bjóða Íslendingum vörur á betra verði en áður hefur þekkst í landinu. Það er fagnaðarefni fyrir okkur öll og merki um að við færumst nær því að búa við svipað vöruverð og nágrannalöndin þó auðvitað verði það aldrei jafnt af landfræðilegum ástæðum og flutningskostnaði vegna þess. En afnám tolla og vörugjalda er forsenda þess að erlend verslun er komin til landsins og bætir hag heimilanna enn frekar.

Frítekjumark á launatekjur eldri borgara eru mál sem við Sjálfstæðismenn lögðum strax áherslu á að verði flýtt til baka úr 25.000 kr. í 100.000 kr. eins og áður var. Með kerfisbreytingu á lögum um lífeyrisgreiðslur til eldri borgara voru tekin upp frítekjumörk á allar tekur, hverjar sem þær kunnu að vera og var því sama frítekjumark í lögunum á öllum tekjum. Það var ljóst að þátt fyrir að samstaða var með ríkisstjórninni og Landssambandi eldri borgara um lögin voru allir sammála því að frítekjumarki á launatekjum varð að gera breytingu sem fyrst. Þátttaka eldir borgara á vinnumarkaði er ekki aðeins mikilvægt þeim hópi heldur atvinnulífinu öllu og því hefur Sjálfstæðisflokkurinn sagt að strax um næstu áramót verði frítekjumarki fær í fyrr horf.

Þá verður kosið um stöðugleika í landinu. Það er öllum orðið ljóst að smáflokkamoð, reynsluleysi og að það sé hægt að gera allt fyrir allar er ekki raunveruleikinn sem við búum við. Íslendingar munu kalla eftir stöðugleika í næst kosningum svo stjórnarfarið verði ekki eins og í löndum þar sem kosið er á nokkurra mánaða fresti og stöðugleiki fer út um veður og vind. Sjálfstæðisflokkurinn tók ábyrgð á hendur sér með myndun ríkisstjórnar með Bjartri framtíð og Viðreisn. Sú ábyrgð byggðist á því að gefa verulega eftir af grundvallarsjónarmiðum sjálfstæðismanna í skattamálum og fleiri málaflokkum. Björt framtíð reis ekki undir eigin kröfum um breytt vinnulag og traust og því munu kjósendur senda þeim reikninginn fyrir óstöðuleikan og þann gríðarlega kostnað sem samfélagið verður fyrir af ótímabærum stjórnarslitum og þeirri óvissan sem dregur úr hagvexti, vexti á vinnumarkaði og setur allt á ís í samfélaginu. Sá kostnaður telur í hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í landinu þegar upp verður staðið og er í boði Bjartrar framtíðar.

Birtist fyrst í Reykjanes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri