fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Betra gengi með stöðugu gengi

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 7. október 2017 18:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi skrifar: 

Vandamálið er öllum ljóst: Sjávarútvegurinn og önnur fyrirtæki í útflutningi hafa orðið illa fyrir barðinu á harkalegum sveiflum í gengi íslensku krónunnar. Viðskiptaáætlanir hrökkva úr sambandi. Framleiðsluvandi breytist í birgðavanda.

Smærri fyrirtæki þurfa ekki eingöngu að kljást við gengisáhættu heldur hafa ekki aðgang að ódýru lánsfé á erlendum vöxtum eins og mörg stærri fyrirtæki geta.

Vaxtagreiðslur af húsnæðislánum eru langtum hærri en af sambærilegum lánum í nágrannalöndunum. Þannig er hægt að reikna út að ef hægt væri að skipta krónuvöxtunum út fyrir danska vexti gæti meðalheimilishaldið tekið 40 frídögum meira á ári bara vegna lægri vaxtaskostnaðar. Það munar um minna.

Háir vextir valda því að þó skuldsetning ríkisins sé með því skásta sem gerist í Evrópu, eru vaxtagreiðslur hins opinbera óvíða hærri. Næg eru verkefnin og framkvæmdirnar sem bíða vegna þessa, og skattarnir hærri en ella til að greiða vextina.

Stöðugri gjaldmiðill og lægri vextir

Viðreisn er eini flokkurinn sem talar um vandamálin sem örmyntin okkar hefur í för með sér. Strax og Benedikt Jóhannesson tók við sem fjármálaráðherra var sett í gang fagleg vinna sérfræðinga, innlendra og erlendra, til að taka út peningastefnuna og leggja til leiðir til úrbóta. Markmiðin eru skýr: að minnka sveiflur og lækka vexti. Við höfum lagt til tvær tillögur; upptaka evru og myntráð. Aðrar leiðir kunna að vera til. Útfærslan skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli heldur að markmiðin náist.

Þessari vinnu er ekki lokið en mun ljúka næsta vor. Viðreisn setti gjaldmiðilsmálin á dagskrá og Viðreisn mun halda áfram að tala um gjaldmiðilinn okkar og hvernig hægt er að lækka þann kostnað sem hlýst af honum.

Birtist fyrst í Vestfirðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri