„Öll mín viðskipti við Glitni banka voru eðlileg. Þau hafa staðist ítrekaða skoðun. Það er aðalatriði málsins,“ segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í færslu á Fésbók nú í morgun í kjölfar frétta um að hann hafi selt bréf í Sjóði 9 hjá Glitni rétt fyrir hrun.
Sjá einnig: Bjarni seldi í Sjóði 9 rétt fyrir hrun
Sjá einnig: Oddviti Samfylkingarinnar vill nýja rannsókn: „Nú er mál að linni!“
Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,
segir Bjarni. Segir hann nokkur atriði skipta mestu máli, í fyrsta lagi hafi engum dulist á þessum tíma að staðan væri orðin grafalvarleg í fjármálakerfinu:
Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum.
Hann sem og aðrir hafi verið læstur í mörg ár með peninga í sjóðum bankans:
Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla.
Líkt og greint hefur verið frá þá segir Helga Vala Helgadóttir oddviti Samfylkingarinnar að upplýsingarnar kalli á nýja rannsókn þar sem augljóst sé að rannsakendur hafi ekki haft allar upplýsingar. Bjarni segir að gerðar hafi verið viðamiklar rannsóknir á viðskiptum sínum, það hafi aðeins verið ákveðnum blaðamönnum og einstaka pólitískum andstæðing verið sakaður um að gera eitthvað misjafnt:
Í sjötta lagi vil ég taka fram að ég tók ákvörðun fyrir mörgum árum um að segja mig frá öllum stjórnarstörfum fyrir fyrirtæki og losaði mig við öll hlutabréf sem ég átti í þeim tilgangi að helga alla mína starfskrafta forystuhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Ég geri engan ágreining við þá sem segja óviðeigandi að forystufólk í stjórnmálum stundi á sama tíma viðskipti. Ég hef sýnt það í verki hvernig ég tel best að gera skil þarna á milli.
Hrun fjármálakerfisins, sem olli hrikalegu áfalli fyrir íslenskan efnahag, hefur verið skoðað ofan í kjölinn. Okkur Íslendingum hefur tekist vel að byggja landið okkar upp að nýju. Við þurfum að beina kröftum okkar að uppbyggingu og nýta þau fjölmörgu tækifæri til bættra lífskjara.