fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Eyjan

Össur svarar skotum Bjarna: „Tell me another one, please“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 4. október 2017 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson. Eyjan/Gunnar

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi ráðherra segir að það þurfi að minna Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins á að Katrín Jakobsdóttir hafi setið í ríkisstjórninni sem sá til þess að vextir lækkuðu hraðar og verðbólga hjaðnaði örar en nokkru sinni fyrr í lýðveldissögunni. Bjarni sagði fyrr í dag að ef Vinstri græn, Samfylkingin og Píratar kæmust í ríkisstjórn yrðu gerðar róttækar breytingar til vinstri, skattar yrðu hækkaðir, verðbólgan myndi aukast sem leiðir til hærri vaxta.

Sjá einnig: Bjarni skýtur fast á Vinstri græna: Vinstri róttæk breyting í kortunum

Össur segir í færslu á Fésbók að hann sé kannski ekki rétti maðurinn til að bera skjöld fyrir Katrínu:

Í tilefni köpuryrða Bjarna Benediktssonar hér að neðan má hins vegar minna hann á að Katrín Jakobsdóttir sat í ríkisstjórn sem sá til þess að vextir lækkuðu hraðar og verðbólga hjaðnaði örar en nokkru sinni fyrr í lýðveldissögunni,

segir Össur og bætir við:

Hún var ein af þeim sem mokaði flórinn eftir langvarandi stjórn Sjálftæðisflokksins á fjármálum ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn er óvart sá flokkur sem síst er fallinn til að skapa stöðugleika. Síðustu tíu árin hafa allar ríkisstjórnin sem hann hefur tekið þátt í fallið – og í öllum tilvikum hefur flokkurinn átt meiri eða minni þátt í atburðarásinni sem leiddi til stjórnarslita. Sjálfur er Bjarni nýkominn úr stystu meirihlutastjórn Íslandssögunnar. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni í hug að það gangi að bjóða upp á Sjálfstæðisflokkinn sem kjölfestu? – Tell me another one, please.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.

Sakar stjórnarandstöðuna um vanþekkingu og rekur sögu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“