fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð svarar: Bíðið bara – „Þá fyrst verður ALLT reynt“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 3. október 2017 17:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsvarsmaður Miðflokksins segir að gagnrýnin sem hann hafi fengið á sig í kjölfar greinar hans í Fréttablaðið sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal, þegar Miðflokkurinn muni kynna hvernig gera eigi umbætur á fjármálakerfinu þá fyrst verði allt reynt.

Spjótin hafa staðið á Sigmundi Davíð frá því að hann sagði í grein í Fréttablaðinu í gær að Wintris-málinu væri lokið og að niðurstaðan væri sú að eiginkona hans hafi greitt of mikið í skatta vegna félagsins. Því eru ekki allir sammála og telja að Sigmundur Davíð og eiginkona hans hafi ekki farið eftir lögum og reglum í einu og öllu. Sagði Sigmundur í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann ætlaði að leita réttar síns gegn fjölmiðlum.

Segir hann á Fésbók að viðbrögðin við greininni séu merkileg:

Alveg er það merkilegt að þegar er komin opinber og endanleg niðurstaða frá skattayfirvöldum, eftir eins og hálfs árs athugun sem við hjón höfðum frumkvæði að, búið að staðfesta að ekki hafi verið reynt að fela neitt og því engar sektir eða álag, 100% viðurkenning á uppgjörsaðferðinni sem endurskoðendurnir lögðu til og þar með endurgreiðsla skatta og inneign (frádráttur) næstu árin, þá skuli „hinir vanalegu grunuðu“ samt fara hamförum í útúrsnúningum,

segir Sigmundur Davíð og bætir við:

En þetta er ekkert. Bara dálítill forsmekkur. Bíðið bara og sjáið viðbrögðin þegar Miðflokkurinn kynnir tillögur sínar um hvernig við ætlum að klára vinnuna við umbætur á fjármálakerfinu.
Þá fyrst verður ALLT reynt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar

Þinglok: Ríkisstjórnin styrkir stöðu sína – sundrung innan stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“

„Við höfum ekki talað að þrýstingi hagsmunaaðila eða í umboði einhverra annarra en kjósenda okkar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“

„Fullorðið fólk þarf að kunna að taka tapi í kosningum og una öðrum að fara með völdin“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“

Stjórnarandstaðan hefur lagt fram hugmynd að lausn – „Við sjáum hvað setur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“

Baldur greinir stöðuna og varar við málamiðlunum – „Minnihluti þings ræður ferðinni á Alþingi þessa dagana“