fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Eyjan

Sigmundur Davíð ætlar í mál við fjölmiðla: „Slá upp fyrirsögnum sem eru hrein lygi“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 3. október 2017 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsvarsmaður Miðflokksins ætlar í mál við þrjá fjölmiðla sem fjölluðu um fjármál hans og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Segir Sigmundur Davíð í viðtali í Morgunblaðinu í dag að hann hafi lengi undirbúið málsókn vegna umfjöllunar í Wintris-málinu.

Í gærmorgun var því birtist á forsíðu Fréttablaðsins fyrirsögn þess efnis að Anna Sigurlaug hafi ofgreitt skatta vegna Wintris og í grein í sama blaði fagnaði Sigmundur Davíð úrskurði yfirskattanefndar og sagði það málalok í umræðunni um Wintris. Var fréttinni deilt á samfélagsmiðlum af stuðningsmönnum Sigmundar Davíð og af Fésbókarsíðu Miðflokksins.

Kjarninn birti svo sama morgun  fréttaskýringu upp úr úrskurði yfirskattanefndar með fyrirsögninni Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur, birti Kjarninn síðan leiðarann Munurinn á staðreyndum og spuna sem fjallaði um Sigmund Davíð. Síðdegis birti Stundin svo fréttina Leyndu tilvist Wintris og greiddu ekki skatta í samræmi við lög. Í gærkvöldi birti RÚV svo fréttina Horfðu fram hjá Wintris í skattskilum. Þess má geta að sömu miðlar unnu upp úr gögnum frá Mossack Fonseca í samstarfi við Reykjavík Media í fyrra.

Sigmundur Davíð vildi hins vegar ekki nefna fjölmiðlana þrjá sem hann hyggst leita réttar sín gegn:

Sum­ir halda áfram og kunna ekki að skamm­ast sín og slá upp fyr­ir­sögn­um sem eru hrein lygi, eins og ég hef séð á net­inu í dag [í gær]. Ég hef því ákveðið að fylgja mál­um eft­ir og hef sett mig í sam­band við lög­fræðinga til þess að kanna rétt minn gagn­vart þess­um aðilum,

sagði Sigmundur Davíð. Hann ætlar að bíða með málshöfðun fram yfir kosningar, en hann segir undirbúningsvinnuna þegar hafna:

Því það eru tak­mörk fyr­ir því hvað maður get­ur lengi setið und­ir hrein­um ósann­ind­um, áróðri sem er far­inn út fyr­ir öll mörk, ekki bara vel­sæm­is­mörk, held­ur mörk alls sem á nokkuð skylt við sann­leik­ann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
Eyjan
Fyrir 1 viku

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar