fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Helgi Seljan svarar Agnesi: Gögnin um Karl Vigni voru „stolin“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. október 2017 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Seljan fjölmiðlamaður, Karl Vignir og Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands. Samsett mynd/DV

Fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan gagnrýnir orð Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, um stolin gögn og segir að umfjöllun Kastljóss um barnaníðinginn Karl Vigni Þorsteinsson hafi verið að hluta byggð á slíkum gögnum. Agnes lét í viðtalið við Morgunblaðið þau orð falla að henni þætti það ekki ekki siðferðilega rétt að „stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós“.

Sjá einnig: Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Helgi Seljan segir að enginn myndi kalla það siðbót að fjalla ekki um mál Karls Vignis:

Umfjöllunin sem loks varð til þess að stöðva kynferðisbrot þessa manns – og að endingu fangelsa hann, var að hluta byggð á gögnum sem biskup Íslands kallar „stolin“. Þau gögn sýndu meðal annars fram á það hvernig kirkjan sem hún veitir forstöðu, tók undir sinn verndarvæng og verðlaunaði mann sem þá þegar hafði gengist við kynferðisbrotum gegn börnum, og greint hafði verið frá opinberlega. Þá ákvörðun að fjalla ekki um mál Karls Vignis, myndi enginn kalla siðbót,

segir Helgi. Vísar Helgi til þess þegar Karl Vignir fékk viðurkenningu frá Áskirkju fyrir störf sín í þágu kirkjunnar sem sjálfboðaliði þrátt fyrir ítarlega umfjöllun bæði DV og Morgunblaðsins árið 2007 um brot hans. Karl Vignir var nafngreindur í báðum blöðum en þrátt fyrir það hlaut hann viðurkenninguna árið 2012. Karl Vignir Þorsteinsson var dæmdur haustið 2013 í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?