fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Eva hjólar í Viðreisn: „Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. október 2017 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva H. Baldursdóttir skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.

Eva H. Baldursdóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekkert að marka loforð Viðreisnar í gjaldmiðla-, Evrópu- og sjávarútvegsmálum, segir hún á Fésbók að Viðreisn hafi sýnt spilin þegar flokkurinn fór í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ekki hafi verið minnst á þessi atriði í stjórnarsáttmála:

„Það er alveg sama hvað menn reikna – Viðreisn sýndi á spilin í stjórnarsáttmálanum og skilaði auðu. Helstu baráttumál Viðreisnar fyrir síðustu kosningar tengdust gjaldmiðlinum, kerfisbreytingum í sjávarútvegi og Evrópu. Engin af þessum atriðum skipuðu veigamikinn sess í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar,“

segir Eva. Vitnar hún í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þar sem orðalagið í sjávarútvegsmálum var óljóst, ekki sé talað um upptöku evru eða myntráð og ekkert um þjóðaratkvæði um ESB:

Öll þessi atriði eru soft – óljós – moð. Þau sömdu allt af sér og samkvæmt þessu virðist þau ekki hafa náð neinu fram af sínum helstu stefnumálum.

Allt eru þetta baráttumál Samfylkingarinnar og þar af leiðandi er ég pólitískt sammála um öll atriðin. Nýr gjaldmiðill, breytingar í sjávarútvegi og að kosið verði um áframhaldandi aðild. Munurinn er sá að hér er flokkur sem sýndi að hann gekk bara inn í stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Það er alveg sama hvað menn eru duglegir í excel – ekkert af þessum málum voru sett á dagskrá. Af hverju ættu kjósendur að treysta þessu aftur?

Geir Finnsson frambjóðandi Viðreisnar segir þetta aumt hjá Evu:

Æj, þetta þykir mér ofboðslega aumt. Viðreisn sem 10% flokkur náði að setja þjóðaratkvæðisgreiðslu um Evrópusambandið á dagskrá með stærsta og íhaldssamasta flokki landsins, skipa nefnd um sátt í sjávarútvegsmálum með einum fulltrúa frá hverjum flokki, standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar þegar íhaldið vildi að skattgreiðendur borguðu hálfan milljarð vegna kjaradeilu sjómanna, lögfesta jafnlaunavottun, endurskoða búvörusamninga og skipa Þórólf Matt sem fulltrúa neytenda, lækka vexti með ábyrgri hagstjórn og auk þess að setja af stað peningastefnunefnd með því markmiði að tengja krónuna við evru. Þá er ég alls ekki búinn að telja allt upp og þetta eru bara afrekin á fyrstu átta mánuðunum,

segir Geir og bætir við:

Gleymum því ekki að Samfylkingin neyddist líka til að reyna ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Í ríkisstjórninni þar á eftir var Samfylkingin stærst og samt bolaði ekkert á uppboðsleið í sjávarútvegi. Við reyndum þó önnur stjórnarmynstur í tvígang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?