Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir það ekki siðferðislega rétt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós. Nokkur umræða hefur skapast um lögbann sýslumanns á notkun Stundarinnar á gögnum sem fengin eru innan úr Glitni og notkun þeirra í fréttaflutningi af viðskiptum Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins þegar hann var þingmaður fyrir hrun sem og tengslum hans við stjórnendur Glitnis.
Segir Agnes í samtali við Mogunblaðið í dag að hún óttist að kosningarnar nú muni ekki skila þjóðinni neinu nýju nema að tekin verði umræða um siðferðismál:
Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu hvert fyrir öðru og fyrir okkur sjálfum.